Dýrt að yfirgefa evruna

Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar.
Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar. AFP

Kæmi til þess að Frakk­land segði skilið við evr­una og tæki upp sjálf­stæðan gjald­miðil á nýj­an leik myndi það hafa mik­inn ár­leg­an kostnað í för með sér að mati banka­stjóra franska seðlabank­ans, Franco­is Villeroy de Gal­hau.

De Gal­hau tel­ur að Frakk­land þyrfti að punga út sem næmi 30 millj­örðum evra (um 3.6 bill­jón­ir ís­lenskra króna) á ári til viðbót­ar við út­gjöld franska ríks­ins sem fyr­ir eru sam­kvæmt frétt Eu­obser­ver.com. Kostnaður­inn kæmi til vegna hærri vaxta á skuld­ir rík­is­ins sem nema 2,2 bill­jón­um evra eða sem nem­ur um 263 bill­jón­um ís­lenskra króna.

Eitt af stefnu­mál­um Mar­ine Le Pen, for­setafram­bjóðanda Frönsku þjóðfylk­ing­ar­inn­ar, er að Frakk­land segi skilið við evr­una. For­seta­kosn­ing­arn­ar fara fram í apríl.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert