Reiðhjóli belgísks ráðherra, sem mætti á hjóli á viðburð þar sem kynna átti framkvæmdir vegna fjölgunar hjólastíga, varð fyrir því að hjóli hans var stolið meðan á kynningunni stóð.
Ben Weyts er ráðherra samgöngumála í hinum flæmska hluta Belgíu. Hann læsti hjól sitt við hjólarekka við járnbrautastöðina í Halle, sem er suðurhluta Brussel, og er hann sneri aftur hálftíma síðar að lokinni kynningunni, uppgötvaði hann að búið var að stela hjólinu.
Weyts varð þá að hringja í ráðherrabílstjóra sinn og láta hann sækja sig á stöðina, að því er fréttavefur BBC hefur eftir talsmanni stjórnarinnar.
Weyts vonast til þess að lögreglu takist með hjálp eftirlitsmyndavéla að bera kennsl á þjófinn. Hann birti í færslu sem hann skrifaði á Twitter um málið hlekk á frétt þar sem lögregla greindi frá því að auka ætti eftirlit og fjölga myndavélum á lestarstöðinni.
14/02 Police On Web fietsdiefstal gemeld, 15/02 6u50 bevestiging dr @pz_zennevallei. Da's al dat. Als 't goed is, zeggen we het nog liever 👍
— Ben Weyts (@BenWeyts) February 15, 2017
Á kynningunni var Weyts að tilkynna að verja ætti að 300 milljónum evra, eða rúmlega 35 milljörðum króna, til fjölgunar hjólastíga, sem hluta af áætlun um að fjölga samgöngumöguleikum.
Bílar eru algengasti samgöngumáti þeirra sem eru í ferðum til og frá vinnu í Belgíu og umferðarteppur í Evrópu eru óvíða verri.