Tveggja ríkja lausnin ekki sú eina

Donald Trump ásamt Benjamin Netanyahu.
Donald Trump ásamt Benjamin Netanyahu. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist opinn fyrir svokallaðri „eins ríkis lausn“ á deilu Ísraels og Palestínu, geti báðar fylkingar sætt sig við hana.

„Ég er að horfa á tveggja ríkja lausnina, og eins ríkis lausnina, og mér líkar sú sem báðar fylkingar geta unað við. Ég er mjög ánægður með þá sem báðum líkar. Ég get unað við aðra hvora,“ sagði Trump á blaðamannafundi vegna opinberrar heimsóknar Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, í Hvíta húsið.

„Mér fannst á tímabili eins og tveggja ríkja lausnin gæti verið sú auðveldari af þessum tveimur, en í hreinskilni, ef Bibi [Benjamin Netanyahu] og Palestínumennirnir [...] ef Ísrael og Palestínumennirnir eru ánægðir er ég sáttur við þá lausn sem þeim líkar best,“ sagði Trump.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert