Átti hann við IKEA eða...?

00:00
00:00

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hélt áfram að skemmta skratt­an­um í gær­kvöldi á fundi í Flórída. Nú með um­mæl­um um Svíþjóð. Á Twitter er vart þver­fótað fyr­ir gam­an­sög­um í tengsl­um við um­mæli Trumps, meðal ann­ars eru þau tengd undan­keppni Eurovisi­on, IKEA, pylsu­áti og sur­strömm­ing.

AFP-frétta­stof­an skrif­ar: Bowl­ing Green, Atlanta og nú... Svíþjóð? Þar er vísað til ráðgjafa for­set­ans, Kellyanne Conway, sem  talaði um fjölda­morð sem aldrei áttu sér stað. Sú hin sama bjó óvart til nýtt orðatil­tæki: „Alternati­ve truth“, eða „sann­líki“ fyr­ir ósann­indi rík­is­stjórn­ar Trump. Orðið fel­ur í sér þá hug­mynd að allt sé af­stætt en sú afsann­ast í flýti þegar þekkt­ustu ósann­ind­um Trump er velt upp. Hún talaði um Bowl­ing Green-fjölda­morðin í viðtali ný­verið. Fjölda­morð sem aldrei voru fram­in. Síðar skrifaði hún á Twitter að hún hafi átt við Bowl­ing Green-hryðju­verka­menn­ina, tvo Íraka sem voru hand­tekn­ir árið 2011 fyr­ir að reyna að senda pen­inga og vopn til Al-Qa­eda og nota sprengi­efni gegn banda­rísk­um her­mönn­um í Írak.

Tals­manni for­seta­embætt­is­ins, Sean Spicer, tókst í þrígang að vísa í árás í Atlanta á einni og sömu vik­unni. Síðar sagði hann að þetta hafi verið mis­skiln­ing­ur hann hafi átt við Or­lando í Flórída þar sem Banda­ríkjamaður, af af­gönsk­um upp­runa, skaut 49 til bana á næt­ur­klúbbi sem er vin­sæll meðal sam­kyn­hneigðra.

En í gær var það Trump sem átti orðið er hann ávarpaði stuðnings­menn sína í Flórída og talaði um hryðju­verk í Svíþjóð. Enn á ný árás sem ekki átti sér stað. 

„Hér er það sem skipt­ir öllu máli. Við verðum að halda land­inu okk­ar ör­uggu. Þið sjáið hvað er að ger­ast. Við verðum að halda land­inu okk­ar ör­uggu. Þið sjáið hvað er að ger­ast í Þýskalandi. Þið sjáið hvað gerðist í gær­kvöldi í Svíþjóð. Svíþjóð – hver hefði trúað því? Svíþjóð. Þeir tóku á móti stór­um hóp. Þeir glíma núna við vanda­mál sem þeir hefðu aldrei trúað að gætu komið upp. Þið sjáið hvað er að ger­ast í Brus­sel. Þið sjáið hvað er að ger­ast út um all­an heim. Horfið til Nice. Horfið til Par­ís­ar. Við höf­um heim­ilað þúsund­um og aft­ur þúsund­um manna að koma til lands­ins okk­ar og það er ekki nokk­ur leið að ann­ast þetta fólk. Það var eng­in skjala­stjórn­in. Það var ekk­ert. Svo við verðum að halda land­inu okk­ar ör­uggu,“ sagði Trump.

Hér er hægt að lesa ræðu hans í heild

Net­verj­ar voru ekki lengi að grípa bolt­ann á lofti og voru myllu­merk­in #lastnig­ht­inSweden og #Sweden­Incident vin­sæl á eft­ir­læt­ismiðli Trumps, Twitter.


Fyrr­ver­andi for­sæt­is- og ut­an­rík­is­ráðherra Svíþjóðar, Carl Bildt, velti fyr­ir sér hvað Trump hefði reykt áður en hann talaði á fund­in­um.

Gunn­ar Hok­mark, sænsk­ur þingmaður á Evr­ópuþing­inu, setti inn að son­ur hans hafi misst pyls­una sína á varðeld­inn. Sorg­legt. En hvernig vissi hann það?

Marg­ir leituðu á náðir sænska vöru­húss­ins IKEA. Meðal ann­ars með mynd­um af fólki sem remb­ist eins og rjúpa við staur­inn við að skilja leiðbein­ing­ar sem fylgja IKEA-hús­gögn­um með litl­um ár­angri.  

 Aðrir veltu fyr­ir sér hvort Trump ætti við undan­keppni Eurovisi­on, Mel­fest, sem fór fram um helg­ina og töldu að þrátt fyr­ir að keppn­in hafi verið arfalé­leg í ár sé ekki ástæða fyr­ir for­seta Banda­ríkj­anna að tala um hryðju­verk.


Every body knows why #Trump needs #Sweden:#lastnig­ht­insweden pic.twitter.com/​AZw­GEos4bq




Bent hef­ur verið á að vænt­an­lega sé Trump að vísa í viðtal Fox News við blaðamann­inn Ami Horowitz sem sak­ar sænsku rík­is­stjórn­ina um að hylma yfir nauðgara sem koma úr hópi hæl­is­leit­enda. Horowitz er meðal dag­skrár­gerðarmanna á Breit­bart News Daily en hann seg­ir í viðtal­inu að Evr­ópa vilji ekki tala um þann vanda sem fylgi öll­um þess­um of­beld­is­fullu flótta­mönn­um sem þangað koma. Horowitz seg­ist hafa orðið fyr­ir of­beldi af hálfu flótta­fólks þegar hann kom til Svíþjóðar í fyrra.

Steve Bannon, sem áður stýrði frétta­vefn­um Breit­bart, er nú aðalráðgjafi Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert