Átti hann við IKEA eða...?

Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt áfram að skemmta skrattanum í gærkvöldi á fundi í Flórída. Nú með ummælum um Svíþjóð. Á Twitter er vart þverfótað fyrir gamansögum í tengslum við ummæli Trumps, meðal annars eru þau tengd undankeppni Eurovision, IKEA, pylsuáti og surströmming.

AFP-fréttastofan skrifar: Bowling Green, Atlanta og nú... Svíþjóð? Þar er vísað til ráðgjafa forsetans, Kellyanne Conway, sem  talaði um fjöldamorð sem aldrei áttu sér stað. Sú hin sama bjó óvart til nýtt orðatiltæki: „Alternative truth“, eða „sannlíki“ fyrir ósannindi ríkisstjórnar Trump. Orðið felur í sér þá hugmynd að allt sé afstætt en sú afsannast í flýti þegar þekktustu ósannindum Trump er velt upp. Hún talaði um Bowling Green-fjöldamorðin í viðtali nýverið. Fjöldamorð sem aldrei voru framin. Síðar skrifaði hún á Twitter að hún hafi átt við Bowling Green-hryðjuverkamennina, tvo Íraka sem voru handteknir árið 2011 fyrir að reyna að senda peninga og vopn til Al-Qaeda og nota sprengiefni gegn bandarískum hermönnum í Írak.

Talsmanni forsetaembættisins, Sean Spicer, tókst í þrígang að vísa í árás í Atlanta á einni og sömu vikunni. Síðar sagði hann að þetta hafi verið misskilningur hann hafi átt við Orlando í Flórída þar sem Bandaríkjamaður, af afgönskum uppruna, skaut 49 til bana á næturklúbbi sem er vinsæll meðal samkynhneigðra.

En í gær var það Trump sem átti orðið er hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Flórída og talaði um hryðjuverk í Svíþjóð. Enn á ný árás sem ekki átti sér stað. 

„Hér er það sem skipt­ir öllu máli. Við verðum að halda land­inu okk­ar ör­uggu. Þið sjáið hvað er að ger­ast. Við verðum að halda land­inu okk­ar ör­uggu. Þið sjáið hvað er að ger­ast í Þýskalandi. Þið sjáið hvað gerðist í gær­kvöldi í Svíþjóð. Svíþjóð – hver hefði trúað því? Svíþjóð. Þeir tóku á móti stór­um hóp. Þeir glíma núna við vanda­mál sem þeir hefðu aldrei trúað að gætu komið upp. Þið sjáið hvað er að ger­ast í Brus­sel. Þið sjáið hvað er að ger­ast út um all­an heim. Horfið til Nice. Horfið til Par­ís­ar. Við höf­um heim­ilað þúsund­um og aft­ur þúsund­um manna að koma til lands­ins okk­ar og það er ekki nokk­ur leið að ann­ast þetta fólk. Það var eng­in skjala­stjórn­in. Það var ekk­ert. Svo við verðum að halda land­inu okk­ar ör­uggu,“ sagði Trump.

Hér er hægt að lesa ræðu hans í heild

Netverjar voru ekki lengi að grípa boltann á lofti og voru myllumerkin #lastnightinSweden og #SwedenIncident vinsæl á eftirlætismiðli Trumps, Twitter.


Fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra Svíþjóðar, Carl Bildt, velti fyrir sér hvað Trump hefði reykt áður en hann talaði á fundinum.

Gunnar Hokmark, sænskur þingmaður á Evrópuþinginu, setti inn að sonur hans hafi misst pylsuna sína á varðeldinn. Sorglegt. En hvernig vissi hann það?

Margir leituðu á náðir sænska vöruhússins IKEA. Meðal annars með myndum af fólki sem rembist eins og rjúpa við staurinn við að skilja leiðbeiningar sem fylgja IKEA-húsgögnum með litlum árangri.  

 Aðrir veltu fyrir sér hvort Trump ætti við undankeppni Eurovision, Melfest, sem fór fram um helgina og töldu að þrátt fyrir að keppnin hafi verið arfaléleg í ár sé ekki ástæða fyrir forseta Bandaríkjanna að tala um hryðjuverk.


Every body knows why #Trump needs #Sweden:#lastnightinsweden pic.twitter.com/AZwGEos4bq




Bent hefur verið á að væntanlega sé Trump að vísa í viðtal Fox News við blaðamanninn Ami Horowitz sem sakar sænsku ríkisstjórnina um að hylma yfir nauðgara sem koma úr hópi hælisleitenda. Horowitz er meðal dagskrárgerðarmanna á Breitbart News Daily en hann segir í viðtalinu að Evrópa vilji ekki tala um þann vanda sem fylgi öllum þessum ofbeldisfullu flóttamönnum sem þangað koma. Horowitz segist hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu flóttafólks þegar hann kom til Svíþjóðar í fyrra.

Steve Bannon, sem áður stýrði frétta­vefn­um Breit­bart, er nú aðalráðgjafi Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert