„Sjáið hvað gerðist í Svíþjóð“

Donald Trump og Melania Trump við komuna til Flórída.
Donald Trump og Melania Trump við komuna til Flórída. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt uppteknum hætti á fundi í Flórída í gærkvöldi þar sem hann sagðist vilja ræða beint við fólk án þess að óheiðarlegir fjölmiðlar hefðu þar afskipti en þeir væru hluti af spilltu kerfi. Trump ítrekaði að halda yrði Bandaríkjunum öruggum. Vísaði hann til Svíþjóðar og Þýskalands máli sínu til stuðnings án þess að greina nánar frá því í hvað hann er að vísa. 

Bandarísku forsetahjónin Donald Trump og Melania Trump.
Bandarísku forsetahjónin Donald Trump og Melania Trump. AFP

„Hér er það sem skiptir öllu máli. Við verðum að halda landinu okkar öruggu. Þið sjáið hvað er að gerast. Við verðum að halda landinu okkar öruggu. Þið sjáið hvað er að gerast í Þýskalandi. Þið sjáið hvað gerðist í gærkvöldi í Svíþjóð. Svíþjóð – hver hefði trúað því? Svíþjóð. Þeir tóku á móti stórum hóp. Þeir glíma núna við vandamál sem þeir hefðu aldrei trúað að gætu komið upp. Þið sjáið hvað er að gerast í Brussel. Þið sjáið hvað er að gerast út um allan heim. Horfið til Nice. Horfið til Parísar. Við höfum heimilað þúsundum og aftur þúsundum manna að koma til landsins okkar og það er ekki nokkur leið að annast þetta fólk. Það var engin skjalastjórnin. Það var ekkert. Svo við verðum að halda landinu okkar öruggu,“ sagði Trump meðal annars en vegna ásakana hans um óheiðarlega fjölmiðla er ræða hans birt orðrétt hér.

Sænska ríkisútvarpið tekur fram í frétt sinni af ræðu Trumps að ekki sé vitað í hvaða atvik á föstudagskvöldið hann er að vísa enda ekkert sérstakt sem gerðist í Svíþjóð það kvöld í tengslum við flóttafólk og hælisleitendur. 

Carl Bildt, fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra Svíþjóðar, veltir fyrir sér hvað Trump hafi eiginlega reykt í færslu á Twitter. „Svíþjóð? Hryðjuverkaárás? Hvað hefur hann verið að reykja? Það eru svo margar spurningar,“ skrifar Bildt á Twitter.

Frétt Aftonbladet

Fleiri Svíar velta fyrir sér hvort Trump eigi við undankeppni Eurovision eða umfjöllun Fox News um meðvirkni sænskra stjórnvalda með flóttafólki.

 

Trump ákvað að hefja ferðalagið í Flórída þar sem þúsundir stuðningsmanna hans biðu hans, flestir hvítir millistéttarkarlar sem telja að þeir hafi verið skildir út undan í breyttu efnahagsumhverfi Bandaríkjanna. 

„Ég er hér því ég vil vera með vinum mínum og meðal fólksins,“ sagði Trump við komuna til Melbourne. Hann segir allt ganga snurðulaust í Hvíta húsinu en sneri sér síðan að fjölmiðlum. „Ég vil líka tala við ykkur án þess að fara í gegnum síu lygafréttaflutnings,“ sagði Trump. Hann segir fjölmiðla vera stóran hluta vandans. Þeir séu hluti af spilltu kerfi bætti Trump við en frá því hann tók við sem forseti hefur hann eytt mikilli orku í að gagnrýna fjölmiðla sem fjalla um hann á gagnrýninn hátt.

AFP

Trump hét því að halda áfram að berjast gegn hryðjuverkum og hann hafi fyrirskipað afdráttarlausar aðgerðir til þess að halda öfgafullum íslömskum hryðjuverkamönnum frá Bandaríkjunum. Innan tveggja vikna myndi ríkisstjórn hans samþykkja áætlun sem kæmi í stað stórslyss sem nefnt er Obamacare og vísaði þar til heilbrigðiskerfisins. 

Stuðningsmaður Donald Trump.
Stuðningsmaður Donald Trump. AFP

Forsetafrú Bandaríkjanna, MelaniaTrump, fylgdi eiginmanni sínum í Flórída í gær og hóf fund hans með því að biðja til Guðs. Hún segist alltaf ætla að standa með sjálfri sér sem og honum – sama hvað andstæðingarnir segi um hana.

AFP

Trump lét hefðbundið öryggiseftirlit lönd og leið og bauð stuðningsmanni sínum upp á svið til sín. „Herra forseti þakka þér fyrir herra,“ sagði bílasölumaðurinn Gene Huber frá West Palm Beach þegar hann fékk að standa við hlið leiðtoga síns. Hann sagðist hafa komið á svæðið klukkan 4 nóttina á undan til þess að tryggja að hann yrði í fremstu röð á fundinum. „Þetta er heimsleiðtogi sem er að taka stjórnina,“ sagði Huber fyrr um kvöldið í viðtali við AFP. 

Trump hefur enn ekki tjáð sig um fundinn í Melbourne á Twitter en mun efalaust gera það síðar í dag.

Umfjöllun SVT

Umfjöllun BBC

Handritið í heild á VOX

Umfjöllun New York Times

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert