Svíþjóðarfréttin var á Fox segir Trump

Donald Trump Bandaríkjaforseti var víst ekki að vísa til eins …
Donald Trump Bandaríkjaforseti var víst ekki að vísa til eins ákveðins atviks með orðum sínum. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa vera að vísa til fréttar á Fox-sjónvarpsstöðinni með vísan sinni til þess sem „gerðist í Svíþjóð“ á föstudagskvöldið. Trump sagði á fjöldafundi í Flórída á laugardag að Bandaríkin yrðu að halda landi sínu öruggu og vísaði þar til þess sem gerst hefði í Svíþjóð kvöldið áður.

„Svíþjóð – hver hefði trúað því? Svíþjóð. Þeir tóku á móti stór­um hóp. Þeir glíma núna við vanda­mál sem þeir hefðu aldrei trúað að gætu komið upp,“ sagði Trump á fundinum. 

Sænsk stjórnvöld hafa beðið bandarísk stjórnvöld um útskýringu á orðum forsetans. Í frétt sænska rík­is­út­varpsins af ræðu Trumps er tekið fram að ekki sé vitað í hvaða at­vik forsetinn sé að vísa, enda hafi ekk­ert sér­stakt gerst í Svíþjóð það kvöld í tengsl­um við flótta­fólk og hæl­is­leit­end­ur. 

Var ekki að vísa til eins atviks

„Trump nýtti sér samfélagsmiðilinn Twitter í gærkvöldi til að greina frá því að hann hefði verið að vísa í frétt á Fox-sjónvarpsstöðinni. Hann tók hins vegar ekki fram hvenær fréttin var birt og segir fréttavefur BBC að forsetinn kunni að vera að vísa til fréttaþáttar sem sýndur var á Fox á föstudagskvöldið og fjallaði um flóttamenn og glæpatíðni í Svíþjóð.

Þrátt fyrir þau orð forsetans „gerðist í Svíþjóð“ í gærkvöldi segir Sarah Huckabee, talmaður Hvíta hússins, að Trump hafi verið að vísa til aukinnar glæpatíðni og nýlegra atvika – hann hafi ekki verið að vísa til eins ákveðins atviks.

Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, var meðal þeirra sem gerðu grín að orðum Trumps og spurði Bildt hvað forsetinn hefði verið að „reykja“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert