Undrandi á ummælum Trumps

Stefan Löfven (til hægri) ásamt David Johnston.
Stefan Löfven (til hægri) ásamt David Johnston. AFP

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segist vera undrandi á ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann tengdi komu flóttamanna við meint ofbeldismál í Svíþjóð.

„Eins og margir aðrir var ég undrandi á ummælum hans um Svíþjóð um helgina,“ sagði Löfven á blaðamannafundi með kanadíska ríkisstjóranum David Johnston.

„Við höfum tækifæri, við glímum við áskoranir. Við erum að vinna úr þeim á hverjum degi. Ég tel líka að við þurfum að sýna ábyrgð við að greina rétt frá staðreyndum og við þurfum að staðreyna upplýsingarnar sem við dreifum,“ sagði Löfven.

Sænsk stjórn­völd vissu ekki til hvaða ofbeldismáls Trump var að vísa og báðu banda­rísk stjórn­völd um út­skýr­ingu á orðum for­set­ans. Greint var frá því að forsetinn hafi hugsanlega verið að vísa til fréttaþátt­ar sem sýnd­ur var á Fox á föstu­dags­kvöldið og fjallaði um flótta­menn og glæpatíðni í Svíþjóð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert