Senda alla til Mexíkó

Landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna.
Landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. AFP

Utanríkisráðherra Mexíkó, Luis Videgaray, segir að Mexíkó geti aldrei sætt sig við einhliða ákvarðanir ríkis líkt og nýjar leiðbeinandi reglur sem bandarísk yfirvöld hafa gefið út varðandi ólöglega innflytjendur. Samkvæmt þeim eiga allir þeir sem eru með ólöglegum hætti í Bandaríkjunum á hættu að vera vísað úr landi. Alls 11 milljónir manna. 

Samkvæmt frétt BBC fela nýju reglurnar það meðal annars í sér að allir sem ekki eru með lögmætum hætti í Bandaríkjunum eru sendir til Mexíkó jafnvel þótt þeir séu ekki Mexíkóar. 

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rex Tillerson, og John Kelly, heima­varn­ar­ráðherra Banda­ríkj­anna, munu í dag ræða við forseta Mexíkó, Enrique Peña Nieto, en mjög hriktir í stoðum vináttu nágrannaríkjanna. Nieto hætti við heimsókn til Washington í lok janúar eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði til í færslu á Twitter að Mexíkó stæði við skuldbindingar sínar og borgaði fyrir vegginn sem hann vill reisa á landamærum ríkjanna tveggja.

Óljóst er hvernig Bandaríkin geti þvingað Mexíkóa til þess að taka við útlendingum sem hefur verið vísað úr landi í Bandaríkjunum en að sögn Videgaray hefur ekkert ríki heimild til þess að taka slíkar ákvarðanir fyrir Mexíkó. 

Frétt Guardian

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert