Trump vill efla kjarnorkuvopnabúrið

Donald Trump á fundi í Hvíta húsinu í gærdag.
Donald Trump á fundi í Hvíta húsinu í gærdag. AFP

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, seg­ist vilja að Banda­rík­in efli kjarn­orku­vopna­búr sitt. Seg­ir hann að það væri „stór­kost­legt“ ef ekk­ert ríki byggi yfir kjarn­orku­vopn­um, en ell­egar þyrftu Banda­rík­in að vera í broddi fylk­ing­ar hvað þetta varðar.

Í sam­tali við frétta­stofu Reu­ters seg­ir hann að Banda­rík­in hafi dreg­ist aft­ur úr í getu til beit­ing­ar kjarn­orku­vopna.

Gagn­rýn­end­ur hafa sagt að Banda­rík­in og Rúss­land búi þegar yfir meira en nóg­um kjarn­orku­vopn­um til að aftra kjarn­orku­styrj­öld.

Banda­rík­in búa yfir 6.800 kjarna­odd­um og Rúss­land litlu meira, eða 7.000 tals­ins, sam­kvæmt sjálf­stæðum eft­ir­lits­sam­tök­um inn­an Banda­ríkj­anna, Arms Control Associati­on.

Trump fór um víðan völl í viðtal­inu, en sagði meðal ann­ars: „Ég er sá fyrsti sem myndi vilja sjá alla - enga hafa kjarn­orku­vopn, en við mun­um aldrei drag­ast aft­ur úr öðru ríki, jafn­vel þó það sé vin­veitt okk­ur, við mun­um aldrei drag­ast aft­ur úr í kjarn­orku.“

Um­mæl­in enduróma skila­boð sem hann sendi frá sér í tísti nokkr­um vik­um eft­ir kosn­inga­sig­ur sinn, þar sem hann hét því að efla getu Banda­ríkj­anna í þess­um efn­um.

Trump ásamt ráðgjafa sínum og tengdasyni, Jared Kushner.
Trump ásamt ráðgjafa sín­um og tengda­syni, Jared Kus­hner. AFP

Lít­ill skiln­ing­ur á hættu kjarn­orku­vopna

Nýr samn­ing­ur á milli Banda­ríkj­anna og Rúss­lands, sem þekkt­ur er und­ir heit­inu „New Start“, eða „Nýtt upp­haf“, fel­ur í sér að fyr­ir 5. fe­brú­ar á næsta ári þurfi rík­in að minnka kjarn­orku­vopna­búr sín þangað til þau standi á jöfnu, næstu tíu árin.

Eft­ir­lits­sam­tök­in sem áður var getið hafa gagn­rýnt um­mæli Trumps.

„Um­mæli hans gefa til kynna, enn einu sinni, að hann er illa upp­lýst­ur um kjarn­orku­vopn og hef­ur lít­inn skiln­ing á þeirri ein­stöku hættu sem í þeim felst,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um.

„Saga Kalda stríðsins sýn­ir okk­ur að á end­an­um get­ur eng­inn verið í „broddi fylk­ing­ar“, þegar teflt er á tæp­asta vað í vopnakapp­hlaupi.“

Um­fjöll­un BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert