Trump mætir ekki í árlegan kvöldverð

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti verður ekki viðstadd­ur ár­leg­an kvöld­verð Sam­taka frétta­manna Hvíta húss­ins. Hefð er fyr­ir því að for­seti Banda­ríkj­anna mæti í kvöld­verðinn þar sem gert er góðlát­legt grín að hon­um. Auk blaðamanna sem fjalla um Hvíta húsið og Banda­ríkja­for­seta hef­ur frægt fólk verið dug­legt við að mæta á sam­kom­una.

„Ég verð ekki viðstadd­ur kvöld­verð Sam­taka frétta­manna Hvíta húss­ins þetta árið. Ég óska öll­um velfarnaðar og von­andi munið þið skemmta ykk­ur vel!“ tísti Trump.

Stutt er síðan hann gagn­rýndi fjöl­miðla harðlega og kallaði þá „óvini fólks­ins“.

Stutt er síðan Hvíta húsið meinaði þó nokkr­um banda­rísk­um fjöl­miðlum aðgang að dag­leg­um blaðamanna­fundi og var rík­is­stjórn Trump fyr­ir vikið ásökuð um að vilja hafa aðeins í kring­um sig þá fjöl­miðla sem hugn­ast henni.

Bæði CNN og New York Times gagn­rýndu ákvörðun Hvíta húss­ins harðlega.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka