Þúsundir flúið Mósúl

Íraskur hermaður gengur framhjá merki Ríkis íslams í Mósúl.
Íraskur hermaður gengur framhjá merki Ríkis íslams í Mósúl. AFP

26 þúsund Írakar hafa flúið vesturhluta Mósúl borgar á tíu dögum. Íraskar öryggissveitir hófu nýverið áhlaup á borgina til að freista þess að ná henni undan yfirráðum uppreisnarmanna úr röðum Ríkis íslams. 

Þetta segir ráðherra sem fer með málefni flóttafólks í Írak. 

Talið er að um 750 þúsund manns hafi verið í vesturhluta borgarinnar á valdatíma Ríkis íslams. 

Áhlaup Íraksher og bandamanna hófst af fullum þunga um miðjan febrúar. Áður hafði hernum tekist að ná yfirráðum yfir austurhluta Mósúl. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert