Ber fullt traust til Sessions

00:00
00:00

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti sagðist í dag aðspurður bera fullt traust til Jeffs Sessi­ons dóms­málaráðherra en þess hef­ur verið kraf­ist að ráðherr­ann segi af sér embætti í kjöl­far frétta um að hann hafi fundað með rúss­nesk­um emb­ætt­is­mönn­um á síðasta ári á meðan kosn­inga­bar­átt­an fyr­ir banda­rísku for­seta­kosn­ing­arn­ar stóð yfir.

Trump sagði við blaðamenn um borð í banda­ríska flug­móður­skip­inu USS Ger­ald R. Ford að hon­um hefði ekki verið kunn­ugt um að Sessi­ons hefði fundað í tvígang með Ser­gei Kislyak, sendi­herra Rúss­lands í Banda­ríkj­un­um. Spurður hvort hann bæri enn traust til ráðherr­ans svaraði Trump að hann bæri full­komið traust til Sessi­ons, sam­kvæmt frétt AFP.

Sessi­ons hef­ur sagt sig frá öll­um mál­um sem snúa að rann­sókn á sam­skipt­um við rúss­neska emb­ætt­is­menn meðan á kosn­inga­bar­átt­unni stóð. Hann hef­ur þver­tekið fyr­ir að hafa logið að banda­rískri þing­manna­nefnd þar sem hann var spurður um sam­skipt­in.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert