Fordómarúta á ferð um Spán

Meðlimir „Hazte Oír“ samtakanna mótmæltu í dag en rúta á …
Meðlimir „Hazte Oír“ samtakanna mótmæltu í dag en rúta á þeirra vegum var tekin af götum borgarinnar vegna skilaboða sem á henni stóðu. Talsmaður samtakanna hefur sagt að rútan haldi áfram ferð sinn, þrátt fyrir bannið. Mynd/AFP

Yf­ir­völd í Madríd hafa bannað app­el­sínu­gulri rútu með skila­boðinum „strák­ar eru með typpi, stelp­ur eru með píku“ að keyra um göt­ur borg­ar­inn­ar. Rút­an er á veg­um strang­kristi­legu sam­tak­anna Hazte Oír (Láttu í þér heyra) sem berj­ast nú gegn rétt­ind­um trans fólks. Rút­an hef­ur vakið mikla at­hygli en að því er fram kem­ur í um­fjöll­un El País for­dæma flest­ir uppá­tækið.

Sam­tök fjöl­skylda trans barna fóru í janú­ar af stað með her­ferðina „Það eru til stelp­ur með typpi og strák­ar með píku. Þetta er svona ein­falt“ og var mark­miðið að vekja at­hygli lands­manna á ólíkri kyn­vit­und barna.

Vegna þess­ar­ar her­ferðar tók hóp­ur fólks sig sam­an um að safna und­ir­skrift­um um aft­ur­köll­un henn­ar. Ekki söfnuðust næg­ar und­ir­skrift­ir og því tók hóp­ur­inn á það ráð að setja í um­ferð rútu  sem á stend­ur „Strák­ar eru með typpi, stelp­ur eru með pík­ur. Ekki láta plata þig. Ef þú ert fædd­ur karl­kyns, þá ertu karl­kyns. Ef þú ert fædd kven­kyns, verðuru það áfram.“

Rút­an fór í um­ferð á mánu­dag­inn 27. fe­brú­ar og vakti strax mikla at­hygli al­menn­ings en marg­ir hafa deilt óánægju sinni með aðgerðina á sam­fé­lags­miðlum. „Trans­fóbía á ferð. Rút­an sem hef­ur verið dul­bú­in með hatri er held­ur áfram ferð sinni,“ seg­ir einn á Twitter.

Fell­ur und­ir hat­ursorðræðu

Að því er fram kem­ur í um­fjöll­un El País sendi ráðhús Madríd­ar strax á þriðju­dag frá sér til­kynn­ingu þar sem kom fram að borg­ar­stjórn­in áliti að her­ferð Hazte Oír bryti gegn regl­um sveit­ar­fé­lags­ins og félli und­ir hat­ursorðræðu.

Áætlað var að rút­an færi um Valencia, Barcelona, Zaragoza, Pamplona, San Sebasti­án, Bil­bao og Vitoria á næstu dög­um en yf­ir­völd í Madríd og Katalón­íu biðluðu í gær til rík­is­sak­sókn­ara að grípa inn í málið. Þá hafa fjöl­mörg fyr­ir­tæki og stofn­an­ir sent frá sér yf­ir­lýs­ing­ar þar sem her­ferð Hazte Oír er harðlega gagn­rýnd.

Tals­menn Hazte Oír hafa þó sagt að þau muni halda her­ferðinni gang­andi í dag, þrátt fyr­ir að yf­ir­völd í Madríd hefðu lagt bann við rút­unni, og lá leið henn­ar til Valencia í dag þar sem hóp­ur fólks sem berst fyr­ir rétt­ind­um hinseg­in fólks hugðist blása til mót­mæla.

Fána í translit­un­um hef­ur verið flaggað á ráðhúsi Valencia-borg­ar en sam­tök­in höfðu sagt að Valencia væri næsti áfangastaður rút­unn­ar. 

Hefja rann­sókn á mál­inu

Í nýj­ustu grein El País kem­ur fram að full­trúi dóms­málaráðuneyt­is sjálf­stjórn­ar­héraðsins Madríd­ar þegar ákveðið að hefja rann­sókn á her­ferðinni en hann tel­ur lík­legt að um sé að ræða refsi­verða hátt­semi í formi hat­ursorðræðu. Þá hef­ur héraðsdóm­ari verið beðinn um að stoppa rút­una og banna ferðir henn­ar á meðan að „skila­boð sem ýta und­ir mis­mun­un eru ekki tek­in úr um­ferð.“

„Það eru hætta á her­ferðin raski friði al­menn­ings og skapi ör­ygg­is­leysi og hræðslu meðal fólks vegna kyn­vit­und­ar eða kyn­hneigðar þeirra, sér­stak­lega meðal ung­menna sem gætu orðið fyr­ir áhrif­um vegna skila­boðanna,“ seg­ir í bréfi frá full­trúa dóms­málaráðuneyt­is Madríd­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka