Laug dómsmálaráðherra eða blaðið?

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Jeff Sessions.
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Jeff Sessions. AFP

Bandarísk þingnefnd hefur samþykkt að hefja rannsókn á því hvort Rússar hafi haft afskipt af forsetakosningum í Bandaríkjunum í fyrra. Staðfest hefur verið að tengsl og samskipti milli starfsmanna kosningabaráttu Donalds Trump og yfirvalda í Moskvu. Rannsóknin verður í höndum leyniþjónustunnar.

Bandaríska forsetaembættið neitar því að nokkuð óeðlilegt hafi átt sér stað í kosningabaráttunni en dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að nýr dómsmálaráðherra, Jeff Sessions, hafi rætt við sendiherra Rússlands þegar kosningabaráttan stóð yfir. 

„Þetta er lygi“

Bandaríska dagblaðið Washington Post birti frétt um að Jeff Sessions hafi hitt sendiherra Rússa í Washington í tvígang í fyrra sem er í andstöðu við það sem Sessions sagði þegar fjallað var um afskipti Rússa af kosningabaráttunni í öldungadeild þingsins í janúar.

Hvíta húsið brást skjótt við fréttinni og sagði hana árás af hálfu demókrata. Fundirnir hefðu átt sér stað en Sessions hafi ekki brotið af sér.

Session sendi síðan frá sér yfirlýsingu um að hann hafi aldrei rætt mál tengd kosningabaráttunni við rússneskan embættismann. Hann hafi ekki hugmynd um hvað þessar ásakanir snúast um. „Þetta er lygi.“.

Bandaríska alríkislögreglan og nefnd öldungadeildarinnar sem fer með yfirstjórn leyniþjónustu (Senate intelligence committee) rannsaka hvort eitthvað sé hæft í ásökunum um afskiptum Rússa af kosningunum. Rússar hafa hingað til neitað þeim ásökunum.

Nefndin, sem hefur verið að rannsaka rússnesk yfirvöld, árum saman, segir að rannsóknin verði víkkuð út og að hverjum steini velt við í þeirri rannsókn.

Bæði FBI og leyniþjónustunefndin eru þegar að rannsaka afskipti Rússa af kosningunum og er það niðurstaða þeirra sem og leyniþjónustu Bandaríkjanna að ríkisstjórn Valdimírs Pútíns, forseta Rússlands, hafi beitt sér í kosningabaráttunni fyrir Trump með því að sverta Hillary Clinton og starfsmenn forsetaframboðs hennar. En lykilspurningu er enn ósvarað: Hvað vissi kosningaskrifstofa Trumps um þetta?, segir í frétt BBC um málið í morgun. Trump og lykilmenn kosningabaráttu hans neita því allir að hafa haft nokkur afskipti þar. 

James Mattis, Betsy DeVos, Jeff Sessions, Steve Mnuchin og Rex …
James Mattis, Betsy DeVos, Jeff Sessions, Steve Mnuchin og Rex Tillerson sjást hér fagna ræðu Donalds Trump í fyrrakvöld. AFP
Donald Trump.
Donald Trump. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka