Samtals 318 tilnefningar

Donald Trump Bandaríkjaforseti mun vera einn af þeim sem tilnefndir …
Donald Trump Bandaríkjaforseti mun vera einn af þeim sem tilnefndir hafa verið til friðarverðlauna Nóbels. AFP

Fjöldi þeirra sem hafa verið til­nefnd­ir til friðar­verðlauna Nó­bels í ár er 318 sem er næst­mesti fjöldi til­nefn­inga í sögu verðlaun­anna sam­kvæmt frétt AFP. Nöfn­um þeirra sem til­nefnd­ir eru til verðlaun­anna er haldið leynd­um í 50 ár en þeim sem til­nefna er frjálst að upp­lýsa um eig­in til­nefn­ing­ar.

Talið er að á meðal þeirra sem til­nefnd­ir eru séu hjálp­ar­sam­tök­in Hvítu hjálm­arn­ir sem starfa í Sýr­landi, Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti og Frans páfi að því er seg­ir í frétt­inni. Einnig sádi-ar­ab­íski blogg­ar­inn Raif Badawi sem sit­ur í fang­elsi þar í landi, banda­ríski upp­ljóstr­ar­inn Edw­ard Snowd­en og banda­rísku mann­rétt­inda­sam­tök­in ACLU.

Þá er talið að Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti sé á meðal þeirra sem hafa verið til­nefnd­ir og Jacqu­es Chirac, fyrr­ver­andi for­seti Frakk­lands. Hinir til­nefndu skipt­ast í 215 ein­stak­linga og 103 fé­lagsa­sam­tök og stofn­an­ir. Þetta er næst­mesti fjöldi til­nefn­inga í sögu verðlaun­anna sem voru fyrst veitt árið 1901. Mest­ur var fjöld­inn á síðasta ári eða 376.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert