Trump segir Obama hafa hlerað sig

Donald Trump og Barack Obama saman á tröppum þinghússins eftir …
Donald Trump og Barack Obama saman á tröppum þinghússins eftir að sá fyrrnefndi tók við embætti í janúar. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti sak­ar Barack Obama, for­vera sinn í starfi, um að hlera síma sína meðan á kosn­inga­bar­áttu hans stóð. Hann seg­ist hafa kom­ist að þessu fyr­ir skömmu. 

Trump setti ásak­an­irn­ar fram í færsl­um á Twitter í dag. Þar seg­ir hann m.a.: „Hversu lágt hef­ur Obama lagst til að hlera sím­ann minn í helgri kosn­inga­bar­áttu. Þetta er Nixon/​Waterga­te. Slæm­ur (eða veik­ur) maður!“

Í ann­arri færslu skrif­ar hann: „Ég skal veðja að góður lögmaður gæti flutt gott mál vegna þeirr­ar staðreynd­ar að Obama for­seti var að hlera sím­ann minn í októ­ber, rétt fyr­ir kosn­ing­arn­ar!“

Í fyrstu færsl­unni um málið seg­ist Trump fyrst núna hafa kom­ist að því að Obama hafi látið hlera sím­ana í Trump Tower. Rétt áður en kosið var til for­seta. „Hræðilegt!“

Hann spyr svo hvort þetta geti verið lög­legt. „Nýj­um lægðum hef­ur verið náð,“ skrif­ar for­set­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka