Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar Barack Obama, forvera sinn í starfi, um að hlera síma sína meðan á kosningabaráttu hans stóð. Hann segist hafa komist að þessu fyrir skömmu.
Trump setti ásakanirnar fram í færslum á Twitter í dag. Þar segir hann m.a.: „Hversu lágt hefur Obama lagst til að hlera símann minn í helgri kosningabaráttu. Þetta er Nixon/Watergate. Slæmur (eða veikur) maður!“
How low has President Obama gone to tapp my phones during the very sacred election process. This is Nixon/Watergate. Bad (or sick) guy!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017
Í annarri færslu skrifar hann: „Ég skal veðja að góður lögmaður gæti flutt gott mál vegna þeirrar staðreyndar að Obama forseti var að hlera símann minn í október, rétt fyrir kosningarnar!“
I'd bet a good lawyer could make a great case out of the fact that President Obama was tapping my phones in October, just prior to Election!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017
Í fyrstu færslunni um málið segist Trump fyrst núna hafa komist að því að Obama hafi látið hlera símana í Trump Tower. Rétt áður en kosið var til forseta. „Hræðilegt!“
Terrible! Just found out that Obama had my "wires tapped" in Trump Tower just before the victory. Nothing found. This is McCarthyism!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017
Hann spyr svo hvort þetta geti verið löglegt. „Nýjum lægðum hefur verið náð,“ skrifar forsetinn.