FBI segir ásakanirnar rangar

James Comey forstjóri FBI.
James Comey forstjóri FBI. AFP

For­stjóri banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar, FBI, seg­ir að ásak­an­ir Don­alds Trump for­seta, um að Barack Obama hafi látið hlera síma hans, séu rang­ar. Þetta kem­ur fram í New York Times í kvöld. 

James Comey, for­stjóri FBI, hef­ur beðið dóms­málaráðuneytið að leiðrétta órök­studd­ar ásak­an­ir Trumps op­in­ber­lega, að því er heim­ild­ar­menn New York Times herma. Ráðuneytið hef­ur ekki orðið við því.

Comey fór fram á þetta í gær því hann tel­ur eng­ar sann­an­ir fyr­ir hendi sem styðji ásak­an­ir Trumps sem m.a. lúta að því að FBI hafi brotið lög.

Trump lét dæl­una ganga á Twitter í gær og ásakaði for­vera sinn í starfi um að hafa látið hlera síma sína í aðdrag­anda for­seta­kosn­ing­anna í nóv­em­ber. Hann kallaði Obama m.a. „vond­an eða veik­an mann“.

Talsmaður Obama seg­ir að ásak­an­irn­ar eigi ekki við nein rök að styðjast. Þær séu ein­fald­lega rang­ar. 

Þing­nefnd mun rann­saka ásak­an­ir Trumps í tengsl­um við rann­sókn sína á ásök­un­um í garð ráðgjafa Trumps um að hafa átt í sam­skipt­um við Rússa í aðdrag­anda kosn­ing­anna. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert