Þingnefnd mun rannsaka ásakanir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að forveri hans í starfi, Barack Obama, hafi látið hlera síma hans í aðdraganda kosninganna í nóvember. Þetta staðfestir formaður nefndarinnar.
Nefndin sem um ræðir hefur það hlutverk að rannsaka mál er lúta að meintum njósnum. Hún er nú þegar að rannsaka meint afskipti Rússa að forsetakosningunum í landinu.
Repúblikaninn Devin Nunes, formaður nefndarinnar, segir í yfirlýsingu að nefndin muni rannsaka hvort ríkisstjórnin hafi framkvæmd eftirlit með frambjóðendum í kosningunum eða einhverjum þeim tengdum. Hann nefndi hvergi ásakanir Trumps um slíkt beinlínis á nafn.
Trump setti ásakanir sínar fram í fjölmörgum færslum á Twitter í gær þar sem hann sagði Obama „vondan eða veikan mann“. Trump færði engin rök fyrir ásökunum sínum en sagðist hafa komist að málinu nýverið.
Trump kallaði eftir því í morgun að þingið myndi láta rannsaka málið.
Talsmaður Obama segir að ásakanir séu með öllu ósannar.