Vísað úr landi eftir 60 ára búsetu

Þinghúsið í Ottawa.
Þinghúsið í Ottawa. Wikipedia/Maria Azzurra Mugnai

Lög­menn Hol­lend­ings sem var vísað frá Kan­ada eft­ir að hafa búið þar nærri allt sitt líf hafa farið þess á leit að hon­um verði hleypt aft­ur inn í landið af mannúðarástæðum. Len Van Heest, 59 ára, var send­ur til Hol­lands í gær en hann sótti aldrei um kanadísk­an rík­is­borg­ara­rétt.

Um­sókn­ar­ferlið sem Van Heest þarf nú að fara í gegn­um er talið munu taka 2 til 3 ár og vafa­samt þykir að ósk hans ræt­ist.

Van Heest tal­ar enga hol­lensku en fregn­ir herma að hol­lensk­ur ætt­ingi og full­trúi Hjálp­ræðis­hers­ins hafi tekið á móti hon­um við kom­una til Amster­dam.

Hinn ólán­sami Hol­lend­ing­ur flutt­ist til Kan­ada ásamt for­eldr­um sín­um árið 1958 en sem fyrr seg­ir öðlaðist hann aldrei kanadísk­an rík­is­borg­ara­rétt.

Aðstæður hans nú má rekja til nýrra laga sem kveða á um brott­vís­un út­lend­inga sem hafa verið dæmd­ir fyr­ir al­var­lega glæpi eða hafa ít­rekað brotið af sér. Van Heest var dæmd­ur fyr­ir fleiri en 40 glæpi á ár­un­um 1976 til 2013.

Hann seg­ist hafa þjáðst af geðhvarfa­sýki en hon­um hafi tek­ist að ná tök­um á sjúk­dómn­um. Þá hafi hann hætt neyslu áfeng­is og fíkni­efna.

Van Heest sagði í sam­tali við rík­is­miðil­inn CBC að eina ósk sín væri að geta búið áfram við aust­ur­strönd Kan­ada ásamt 81 árs móður sinni.

„Þetta er eina heim­ilið sem ég hef nokk­urn tím­ann þekkt. Þeir eru að taka móður mína frá mér, alla vini mína. Ég er eyðilagður,“ sagði hann áður en hann gekk um borð í gær.

„Ég hef ekki hug­mynd um hvað ég geri.“

Leiðtogi Græn­ingja og aðrir stuðnings­menn hafa farið þess á leit við kanadísk stjórn­völd að þau grípi til aðgerða vegna máls­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert