Wikileaks ljóstrar upp um netnjósnir CIA

CIA er sagt geta lesið textaskilaboð og virkja myndavélar og …
CIA er sagt geta lesið textaskilaboð og virkja myndavélar og hljóðnema iPhone síma og iPad skjátölvu, auk þess að geta staðsett notandann. AFP

Upp­ljóstr­un­ar­síðan Wiki­leaks hef­ur nú birt lýs­ing­ar á því sem for­svars­menn síðunn­ar segja banda­rísku leyniþjón­ust­una CIA nota til að brjót­ast inn í tölvu­hug­búnað á borð við Windows, Android, iOS, OSX og Lin­ux, sem og netþjóna tölvu­fyr­ir­tækja. 

Frétta­vef­ur BBC seg­ir hluta hug­búnaðar­ins hafa verið þróaðann inn­an stofn­un­ar­inn­ar, en þó er breska leyniþjón­ust­an MI5 sögð hafa aðstoðað t.a.m. við að þróa njósna­búnað sem kom­ist  inn sjón­varps­tæki Sam­sung fyr­ir­tæk­is­ins.

Talsmaður CIA hef­ur ekki viljað staðfesta rétt­mæti upp­lýs­ing­anna.  „Við tjá­um okk­ur ekki um áreiðan­leika eða inni­hald meintra leyniþjón­ustu­skjala,“ hef­ur BBC eft­ir hon­um.

Þá er breska inn­an­rík­is­ráðuneytið ekki sagt hafa viljað tjá sig um frétt­ina.

Wiki­leaks seg­ir heim­ilda­mann sinn hafa deilt upp­lýs­ing­un­um til að koma á stað umræðu um það hvort netnjósna­hæfni CIA sé kom­inn fram úr því sem nauðsyn­legt megi telj­ast.

BBC seg­ir til­raun­ir til að brjót­ast inn í F8000 týp­una af Sam­sung snjallsjón­vörp­um hafa fengið heitið Weep­ing Ang­el, eða Grát­andi engil, og þar er lýst hvernig not­end­ur séu plataðir til að telja að slökkt hafi verið á tæk­inu. Svo er þó ekki held­ur kvikn­ar á upp­töku­búnaði sem send­ir upp­lýs­ing­arn­ar yfir á netþjóna CIA þegar kveikt er á tækj­un­um að nýju.

Þá er lagt til að í framtíðinni verði einnig hægt að nota tækið til að taka skjá­skot af því sem sé að ger­ast. 

For­svars­menn Sam­sung hafa ekki tjáð sig um ásak­an­irn­ar.

Geta lesið texta­boð, kveikt á mynda­vél­um og upp­töku­búnaði

Wiki­leaks seg­ir CIA einnig hafa komið sér upp vopna­búri af 24 „núll dög­um“ fyr­ir Android tækn­ina – sem sé það heiti sem notað er fyr­ir áður þekkta ör­ygg­is­galla.

CIA er sagt hafa upp­götvað suma gall­anna, en að stofn­un­in hafi einnig fengið upp­lýs­ing­ar frá Þjóðarör­ygg­is­stofn­un Banda­ríkj­anna, bresku sam­skipta­stofn­un­inni GCHQ, sem starfar fyr­ir MI5 og MI6, og öðrum aðilum.

Tæki frá Sam­sung, HTC og Sony eru meðal þeirra sem CIA er sagt geta brot­ist inn í til að lesa skila­boð sem send eru í What­sapp, Signal, Tel­egram og Wei­bo svo dæmi séu tek­inn.

Þá er CIA einnig sagt hafa sett upp sér­stakt teymi sem sé að skoða iP­ho­ne síma og ipad skjá­tölv­ur, sem geri stofn­un­inni kleift að staðsetja viðkom­andi ein­stak­ling, lesa texta­skila­boð og virkja mynda­vél­ar og hljóðnema tækj­anna.

Wiki­leaks seg­ir upp­lýs­ing­arn­ar sem birt­ar voru í dag, vera þær fyrstu í röð leka um aðgerðir CIA í net­heim­um sem verði birt­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert