Frægur steinbogi hrundi í sæ

Azure-glugginn var þekkt kennileiti á Möltu. Nú er hann horfinn …
Azure-glugginn var þekkt kennileiti á Möltu. Nú er hann horfinn í sæ. Af Wikipedia

Azure-glugginn, steinbogi sem var eitt þekktasta kennileitið á Möltu, hrundi í óveðri. Forsætisráðherrann Joseph Muscat segir atvikið „átakanlegt“.

Í frétt BBC um málið segir að niðurstaða rannsóknar sem gerð var árið 2013 hafi verið sú að mikið landrof ætti sér stað við bogann og að hætta væri á að hann myndi hrynja.

Steinboginn er á Gozo-eyju og var m.a. sýndur í fyrsta þættinum af Game of Thrones. Hann hefur einnig sést í mörgum kvikmyndum. 

Stjórnvöld á Möltu höfðu nýverið byrjað að sekta fólk sem gekk yfir bogann. Þau tilmæli voru mjög oft virt að vettugi.

Forsætisráðherra sagði á Twitter í dag að ljóst hefði verið um tíma að boginn gæti hrunið. „Sá sorglegi dagur er nú kominn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert