Þrjú myrt í Stokkhólmi

Wikipedia

Karl og kona voru myrt í Hallonbergen-hverfinu í Sundyberg í gærmorgun. Lögreglan handtók fjóra í tengslum við morðin en einum þeirra var sleppt úr haldi í gærkvöldi. Samkvæmt frétt Svenska dagbladet fann lögregla konu og karl liggjandi í blóði sínu. Annað þeirra var inni í húsinu en hitt fyrir utan. Annað þeirra var úrskurðað látið á staðnum en hin manneskjan lést á sjúkrahúsi.

Að sögn vitna heyrðust skothvellir eftir að lögregla kom á vettvang og hefur lögregla staðfest að til skotbardaga hafi komið. Fjórir eru í haldi grunaðir um að hafa framið morðin.

Lögregla hefur ekki viljað upplýsa um hvort fleiri séu grunaðir um aðild að morðunum en unnið er að rannsókn. Að sögn talsmanns lögreglunnar, Towe Hägg, er unnið að rannsókn málsins og neitar hann að staðfesta nokkuð af því sem sænskir fjölmiðlar hafa fullyrt. Svo sem að maður á miðjum aldri hafi verið barinn með „prikum“ af fjórum eða fimm og í Aftonbladet segir að fólkið hafi verið stungið til bana.

Aftonbladet greinir frá því í morgun að maður hafi fundist látinn í stigagangi í Alby í Stokkhólmi á ellefta tímanum í gærkvöldi og er talið að hann hafi verið myrtur. Samkvæmt frétt Aftonbladet verst lögregla allra fregna.

Lena Baakki, varðstjóri í lögreglunni í Stokkhólmi, staðfestir að málið sé rannsakað sem morð en neitar að sjá sig frekar um málavexti.

Frétt Aftonbladet

Frétt SvD

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert