46 ríkissaksóknarar taki pokann sinn

Jeff Sessions vill alla ríkissaksóknara, sem skipaðir voru í forsetatíð …
Jeff Sessions vill alla ríkissaksóknara, sem skipaðir voru í forsetatíð Obama, burt. AFP

Jeff Sessi­ons, dóms­málaráðherra Banda­ríkj­anna, krafðist í gær af­sagn­ar þeirra 46 rík­is­sak­sókn­ara sem ráðnir voru til starfa í for­setatíð Barack Obama. Í hópi þeirra er Preet Bhar­ara, rík­is­sak­sókn­ari Man­hatt­an, sem for­set­inn Don­ald Trump hafði sjálf­ur beðið um að sitja áfram þegar hann var kjör­inn for­seti.

Embætti rík­is­sak­sókn­ara er póli­tísk ráðning og vana­legt er að skipt sé um í þeim embætt­um, líkt og öðrum póli­tísk­um valda­stöðum. Ákvörðun Sessi­ons í gær kom engu að síður á óvart, enda ekki vana­legt að skipt sé út öll­um sem ráðnir voru í valdatíð síðasta for­seta. Alls eru rík­is­sak­sókn­ar­ar í Banda­ríkj­un­um 93 tals­ins og eru þeir skipaðir til fjög­urra ára í senn.

Talsmaður ráðuneyt­is­ins til­kynnti þó síðar í gær­dag að Trump for­seti hefði haft sam­band við tvo úr hópi hinna 46 og óskað eft­ir að þeir sætu áfram. Eru það ann­ars veg­ar Dana Boente, sem er vara­sak­sókn­ari Banda­ríkj­anna, og Rod Ro­sen­stein, rík­is­sak­sókn­ari Mary­land.

Reu­ters-frétta­stof­an seg­ir ekki ljóst hvort fleiri af­sögn­um verður hafnað. 

Chuck Schumer, öld­unga­deild­arþingmaður Demó­krata­flokks­ins, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu að af­sagn­ar­kraf­an valdi hon­um áhyggj­um.

Í yf­ir­lýs­ingu dóms­málaráðuneyt­is­ins í gær seg­ir að þar til nýir rík­is­sak­sókn­ar­ar hafi verið skipaðir „muni hæf­ir sak­sókn­ar­ar hjá sak­sókn­ara­embætt­un­um halda áfram sinni góðu vinnu við að rann­saka, sækja mál og halda uppi vörn­um gegn verstu glæpa­mönn­um.“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert