Þeim Bandaríkjamönnum sem hafa sjúkratryggingu mun fækka um 14 milljónir á næsta ári, samkvæmt nýju frumvarpi repúblikana. Þessu spáir óflokksbundin skrifstofa Bandaríkjaþings, sem hefur það hlutverk að rýna í frumvörp sem lögð eru fyrir þingið.
„Árið 2018 munu 14 milljónir manna til viðbótar búa við enga tryggingu samkvæmt löggjöfinni, miðað við núgildandi lög,“ segir í skýrslu skrifstofunnar, sem beðið hefur verið eftir.
Þá er því einnig spáð að verði nýja frumvarpið samþykkt muni það minnka fjárlagahalla ríkisins um 337 milljarða Bandaríkjadala næsta áratuginn.