„Íshús“ í New York vekur athygli

Húsið er gaddfreðið.
Húsið er gaddfreðið. Ljósmynd/John Kucko

Mynd sem bandaríski ljósmyndarinn John Kucko tók af ísilögðu sumarhúsi í New York-ríki hefur vakið heimsathygli og er maðurinn m.a. sakaður um að nota myndvinnsluforrit til þess að ýkja ísinn á húsinu. Fjölmargar fréttastofur hafa fjallað um myndina, m.a. BBC.

Húsið stendur við Ontario stöðuvatnið en á svæðinu hefur verið gríðarlegur kuldi og vindur síðustu daga. Á Facebook-síðu sinni segist Kucko vera gríðarlega hissa yfir öllum þeim sem neita að trúa því að myndirnar séu alvöru.

Stór og mikil lægð myndaðist í vestur New York-ríki í síðustu viku og var vindurinn það mikill að 200.000 manns þurftu að vera án rafmangs. Enn eru 8.000 manns án rafmagns á svæðinu. 

Yfirvöld á svæðinu hafa varað við veðri næstu daga en spáð er allt að 50 cm snjóhæð í New York og nágrenni í dag og á morgun. Búist er við mesta snjónum í fyrramálið.

Hér að neðan má sjá myndband af húsinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert