Mubarak að losna úr fangelsi

Hosni Mubarak veifar til almennings á hersjúkrahúsinu á síðasta ári.
Hosni Mubarak veifar til almennings á hersjúkrahúsinu á síðasta ári. AFP

Egypsk­ur sak­sókn­ari hef­ur ákveðið að sleppa Hosni Mubarak, fyrr­ver­andi for­seta Egypta­lands, laus­um úr fang­elsi. Þetta sagði lög­fræðing­ur Mubarak eft­ir að áfrýj­un­ar­dóm­stóll sýknaði hann af aðild að dráp­um á mót­mæl­end­um árið 2011.

„Hann get­ur farið heim um leið og lækn­ar ákveða að hann sé fær um það,“ sagði lög­fræðing­ur­inn Farid el-Deeb og bætti við að Mubarak sé meinað að yf­ir­gefa Egypta­land meðan á ann­arri rann­sókn á meintu fjár­mála­m­is­ferli hans stend­ur.

Mubarak, sem er 88 ára, hef­ur verið í haldi á her­sjúkra­húsi í Kaíró meira og minna síðan hann var hand­tek­inn árið 2011.

Hann var í byrj­un mars sýknaður af aðild að dráp­um á mót­mæl­end­um meðan á bylt­ing­unni stóð þar sem hon­um var velt úr sessi eft­ir þrjá­tíu ára valdatíð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert