Spicer fetar í fótspor Sigmundar

Spicer fyrir utan Hvíta húsið í ósamstæðum skóm.
Spicer fyrir utan Hvíta húsið í ósamstæðum skóm. Skjáskot/Twitter

Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, vekur oft athygli með því sem hann segir en í gær var það skótau hans sem komst til umræðu á samfélagsmiðlum. Spicer skartaði sitthvorum skónum á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið í gær og hefur skóbúnaðurinn vakið upp spurningar um stíl Spicer en jafnframt heilsu hans.

Spicer var í einum brúnum skó og einum svörtum. Twitter-notendur hafa sagt í kaldhæðni meðal annars að þetta sé „ósk um hjálp“ og „djarft skref“. Aðrir fóru að velta fyrir sér hvort að hann væri meiddur og að svarti skórinn væri þarna af heilsufarsástæðum.

Þess má til gamans geta að þarna er Spicer á vissan hátt að feta í fótspor Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, en hann klæddist ósamstæðum skóm þegar hann hitti Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta í Stokkhólmi í september 2013. Ann­ars veg­ar hefðbundn­um spari­skó og hins veg­ar svört­um Nike-íþrótta­skó á vinstri­fæti.

„Hann er bú­inn að vera bólg­inn vegna sýk­ing­ar í vik­unni, og það espaðist allt upp eft­ir flug­ferðirn­ar hingað svo hann var ómögu­leg­ur í gær og ekki séns að kom­ast í ann­an skó. Það er nú all­ur leynd­ar­dóm­ur­inn. Ekk­ert fashi­on statement, þó það væri nú eig­in­lega skemmti­legri frétt sko,“ sagði þáverandi aðstoðarmaður Sigmundar, Jó­hann­es Þór Skúla­son, í sam­tali við mbl.is.

Sigmundur Davíð hitti Obama og þáverandi forsætisráðherra hinna Norðurlandanna í …
Sigmundur Davíð hitti Obama og þáverandi forsætisráðherra hinna Norðurlandanna í ósamstæðum skóm árið 2013. Ljósmynd/Forsætisráðuneytið

Spicer hefur ekki tjáð sig um skótauið á Twitter-síðu sinni en tístin um málið hlaupa á þúsundum.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert