Gerir ráð fyrir dauðarefsingum á ný

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AFP

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist gera ráð fyrir því að þing landsins muni staðfesta að setja dauðarefsingu í lög á ný í landinu eftir þjóðaratkvæðagreiðslu í apríl sem myndi auka völd þingsins. 

„Fjölskyldur píslarvottanna, hetjanna, þurfa ekki að hafa áhyggjur. Ég trúi því, með guðs vilja, að eftir atkvæðagreiðsluna 16. apríl muni þingið gera það sem er nauðsynlegt varðandi kröfu ykkar um dauðarefsingu,“ sagði Erdogan á fundi með stuðningsmönnum sínum sem einnig var sjónvarpað. 

Bætti hann við að hann myndi skrifa undir lögin án þess að hika.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert