„Hér til að deyja fyrir Allah“

Mikill viðbúnaður var á flugvellinum í dag.
Mikill viðbúnaður var á flugvellinum í dag. AFP

Frakkinn sem skotinn var til bana af öryggisvörðum á Orly-flugvellinum í París í dag, eftir að hann reyndi að taka vopn af einum þeirra, sagðist vera „hér til að deyja fyrir Allah“. Frá þessu greindi saksóknarinn Francois Molins.

„Leggið vopn ykkar niður, setjið hendurnar á höfuðið, ég er hér til að deyja fyrir Allah. Að minnsta kosti mun fólk deyja,“ sagði Ziyed Ben Belgacem, áður en hann var skotinn.

Að sögn Molins voru fyrirætlanir Belgacem augljóslega glæpsamlegar en faðir hans og bróðir, auk frænda, hafa verið handteknir.

Áður en hann lét til skarar skríða gegn einum öryggisvarðanna á flugvellinum kastaði Belgacem bakpoka í jörðina sem innihélt dós fulla af eldsneyti. Þá var hann með á sér sígarettupakka og kveikjara, auk 750 evra og eintaks af Kóraninum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka