Neitaði ekki að taka í hönd Merkel

Bild hélt því fram í dag að forsetinn hefði aldrei …
Bild hélt því fram í dag að forsetinn hefði aldrei hoft í augu kanslarans. AFP

Talsmaður Don­ald Trump hef­ur hafnað því að for­set­inn hafi neitað að taka í hönd Ang­elu Merkel kansl­ara Þýska­lands þegar þau sátu hlið við hlið í Hvíta hús­inu í vik­unni. „Ég held hann hafi ekki heyrt spurn­ing­una,“ sagði Sean Spicer í sam­tali við Der Spieg­el.

Stirt var milli leiðtog­anna á fund­in­um en marg­ir fylgd­ust náið með viðbrögðum Merkel, sem Trump sakaði m.a. um að eyðileggja Þýska­land með stefnu sinni í mál­efn­um flótta­manna meðan á kosn­inga­bar­átt­unni stóð fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar vest­an­hafs.

Heim­sókn kansl­ar­ans í Hvíta húsið hófst á kurt­eis­is­leg­um nót­um og heilsuðust leiðtog­arn­ir með handa­bandi fyr­ir utan bygg­ing­una. Þegar inn var komið, og mynda­tök­ur stóðu yfir, virt­ist Trump hins veg­ar hunsa Merkel þegar hún spurði hvort þau ættu að tak­ast í hend­ur fyr­ir ljós­mynd­ar­ana.

Í þýsk­um fjöl­miðlum var fjallað um uppá­kom­una sem tákn um hið kalda loft milli hins var­kára kansl­ara og hins hvat­vísa for­seta. Bild, mest selda dag­blað Þýska­lands, hélt því fram í dag að á meðan heim­sókn­inni stóð hefði Trump aldrei haldið augn­sam­bandi við Merkel.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert