Bera vitni á Bandaríkjaþingi

AFP

Yfirmenn bandarísku alríkislögreglunnar og Þjóðaröryggisstofnunar munu í dag gefa Bandaríkjaþingi vitnisburð sinn varðandi möguleg tengsl Donald Trump við Rússa og ásakanir hans um að Barack Obama fyrrverandi forseti hafi látið hlera hann.

Framkvæmdastjóri FBI, James Comey og Mike Rogers, framkvæmdastjóri Þjóðaröryggisstofnunar, munu í dag ræða opinberlega um málefni sem hafa fangað athygli heimsins undanfarnar vikur. 

Comey mun koma fyrir leyniþjónustunefnd þingsins varðandi íhlutun Rússa í kosningabaráttuna á síðasta ári. Rogers mun einnig bera þar vitni.

Orðrómur hefur verið um tengsl Trump og samstarfsmanna hans við stjórnvöld í Rússlandi allt frá því í kosningabaráttunni. 

Í janúar greindu bandarískar leyniþjónustustofnanir frá því að tölvuþrjótar sem störfuðu fyrir rússnesk yfirvöld hafi brotist inn i tölvupóstkerfi háttsettra demókrata og birt tölvupósta sem komu sér illa fyrir kosningabaráttu Hillary Clinton, keppinaut Trump í kosningabaráttunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka