Vilja senda ólöglega hælisleitendur til baka

Fjögurra manna tyrknesk fjölskylda á leið yfir landamærin til Kanada. …
Fjögurra manna tyrknesk fjölskylda á leið yfir landamærin til Kanada. Margir sem flúið hafa yfir til Kanada gera það af ótta við að vera vísað úr landi í Bandaríkjunum AFP

Tæp­ur helm­ing­ur Kan­ada­búa vill senda til baka þá flótta­menn og hæl­is­leit­end­ur sem koma ólög­lega yfir landa­mær­in frá Banda­ríkj­un­um. Sami fjöldi er ósátt­ur við stefnu for­sæt­is­ráðherr­ans Just­in Trudeau í mál­efn­um flótta­manna sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un Reu­ters/​Ip­sos sem birt var í dag.

Fjór­ir af hverj­um tíu aðspurðra töldu Kan­ada yrði ótrygg­ari staður með komu flótta­mann­anna.

Straum­ur hæl­is­leit­enda hef­ur komið frá Banda­ríkj­un­um yfir landa­mær­in til Kan­ada á und­an­förn­um mánuðum. Málið er orðið að deilu­efni í kanadíska þing­inu, en mik­ill fjöldi þeirra, sem flúið hafa yfir til Kan­ada, ger­ir það af ótta við að vera vísað úr landi í Banda­ríkj­un­um.

Trudeau und­ir pressu í þing­inu

Ára­tug­um sam­an hafa inn­flytj­end­ur notið stuðnings meiri­hluta Kan­ada­búa, en stjórn Trudeaus er nú und­ir pressu vegna straums hæl­is­leit­enda og er for­sæt­is­ráðherr­ann lát­inn svara fyr­ir málið í hvert sinn sem hann kem­ur í þingið.

Sam­kvæmt könn­un Reu­ters/​Ip­sos þá eru 48% aðspurðra hlynnt því að þeir sem búa ólög­lega í Kan­ada verði send­ir úr landi. Þegar spurt var sér­stak­lega um þá sem komið hafa ný­lega yfir landa­mær­in frá Banda­ríkj­un­um var sami fjöldi aðspurðra þeirr­ar skoðunar að senda ætti fólkið aft­ur til Banda­ríkj­anna.

36% aðspurða sögðu Kan­ada eiga að taka á móti hæl­is­leit­end­un­um.

50% Banda­ríkja­manna eru hlynnt brott­flutn­ingi ólög­legra inn­flytj­enda, sam­kvæmt skoðana­könn­un sem Reu­ters/​Ip­sos unnu þar í landi á sama tíma.

Vel­komn­ari þegar við höf­um valið þá sjálf

Skoðana­könn­un­in sýn­ir mest­an stuðning við brott­flutn­ing meðal kanadískra karla sem ekki eru með há­skóla­próf, sem og meðal eldri íbúa og þeirra efna­meiri.

„Það eru svo margt fólk í heim­in­um sem vill koma og sem fer eft­ir rétt­um leiðum,“ sagði Greg Janzen, leiðtogi í landa­mæra­byggðum Manitoba þar sem marg­ir hafa komið yfir. „Það fer illa í menn. Þetta fólk er að hoppa yfir landa­mær­in.“

46% aðspurðra telja auk­inn straum hæl­is­leit­enda ekki draga úr ör­yggi sínu, en 41% tel­ur hann draga úr ör­yggi lands­manna.

„Flótta­menn eru meira vel­komn­ir þegar við höf­um sjálf valið þá, held­ur en þeir sem velja okk­ur,“ hef­ur Reu­ters eft­ir Janet Dench, fram­kvæmda­stjóra flótta­manna­hjálp­ar Kan­ada.  

46% aðspurðra voru ósátt við það hvernig Trudeau tek­ur á mál­inu, 37% voru sátt við aðgerðir for­sæt­is­ráðherr­ans og 17% sögðust ekki vita það. Í sam­bæri­legri könn­un sem Ip­sos fram­kvæmdi í janú­ar sl. þá voru 59% sátt við for­set­ann en 41% ósátt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert