Fimm látnir og 40 særðir í London

Mark Rowley á blaðamannafundi fyrir skömmu.
Mark Rowley á blaðamannafundi fyrir skömmu. AFP

Fimm manns hafa nú lát­ist vegna árás­ar­inn­ar við þing­húsið í London. Um fjöru­tíu manns særðust, þar á meðal þrír lög­reglu­menn. Þetta staðfesti Mark Rowley, yf­ir­maður hjá Scot­land Yard í London.

Hann sagði að grun­semd­ir séu uppi um að árás­in teng­ist ís­lömsk­um öfga­trú­ar­hóp­um.

Hann vildi ekki greina frá nafni árás­ar­manns­ins að svo stöddu en tók fram að verið er að rann­saka hverj­ir vitorðsmenn hans hafi verið.

Rowley greindi frá nafni lög­reglu­manns­ins sem lést í árás­inni. Hann hét Keith Pal­mer og var 48 ára eig­inmaður og faðir. Hann hafði starfað í lög­regl­unni í fimmtán ár.

Lögreglumaðurinn Keith Palmer sem var stunginn til bana í dag.
Lög­reglumaður­inn Keith Pal­mer sem var stung­inn til bana í dag. AFP

Lög­regl­an rann­sak­ar enn vett­vang árás­ar­inn­ar og mun rann­sókn­in standa yfir í nokkr­ar klukku­stund­ir í viðbót. 

Fimm Suður-Kór­eu­menn voru á meðal þeirra sem særðust.

Bor­is John­son, ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands, tjáði sig um árás­ina á Twitter. Þar sagði hann að þetta væri hvorki fyrsta né síðasta árás­in á London eða þingið. Sömu gild­um verði eft­ir sem áður haldið í heiðri.

Síðasta árás­in í London sem hef­ur verið skil­greind sem hryðju­verka­árás var gerð í fyrra þegar þing­kon­an Jo Cox var myrt í norður­hluta Eng­lands.

Árið 2005 voru gerðar árás­ir í neðanj­arðarlesta­kerfi London þar sem fjór­ir bresk­ir sjálfs­morðsárás­ar­menn voru að verki, und­ir áhrif­um frá sam­tök­un­um al-Kaída. 52 mann­eskj­ur fór­ust.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti og Franco­is Hol­land, for­seti Frakk­lands, ræddu við Th­eresu May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, í síma og vottuðu henni samúð sína, auk þess sem Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, sagði að Þjóðverj­ar stæðu með Bret­um „gegn hvers kyns hryðju­verk­um“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert