Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að það séu vonbrigði og að hann sé „dálítið undrandi“ á því að hafa þurft að draga frumvarp sitt um heilbrigðistryggingar til baka.
Í yfirlýsingu sinni sagði hann að frumvarpið, sem var hans fyrsta stóra lagafrumvarp í embætti, hafi verið „mjög, mjög gott“ sem hafi naumlega ekki hlotið samþykki.
President Trump says House Speaker Paul Ryan "worked very, very hard" on health care reform https://t.co/9b2bBZjNrW
— CNN Breaking News (@cnnbrk) March 24, 2017
Trump. sem hreykti sér af því í kosningabaráttunni að vera sérlega góður samningamaður, sagði að vinnan við frumvarpið hafi verið „áhugaverð reynsla“. Hann sakaði demókrata um að hafa staðið í vegi fyrir samþykkt þess.
Hann spáði því jafnframt að núverandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, Obamacare, yrði ekki langlíft og hét því að beina sjónum sínum næst að umbótum í skattamálum.