Pútín fundar með Le Pen

Marine Le Pen, leitogi frönsku Þjóðfylkingarinnar og Vladimír Pútín Rússlandsforseti …
Marine Le Pen, leitogi frönsku Þjóðfylkingarinnar og Vladimír Pútín Rússlandsforseti funduðu í Kreml í dag. AFP

Mar­ine Le Pen, for­setafram­bjóðandi frönsku Þjóðfylk­ing­ar­inn­ar, fundaði dag með Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta. Stjórn­völd í Kreml sögðu að fundi lokn­um að fund­ur­inn væri jafn hefðbund­inn og aðrir fund­ir for­set­ans með full­rú­um stjórn­ar­and­stöðuflokka.

„Við upp­haf fund­ar­ins sagði for­set­inn að rúss­nesk stjórn­völd séu til­bú­in að vera í sam­bandi við full­trúa allra stjórn­mála­flokka, bæði með nú­ver­andi stjórn og full­trú­um stjórn­ar­and­stöðunn­ar. Það er venj­an,“ sagði Dmi­try Peskov talsmaður rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Sagði hann Pútín vera í sam­bandi við „marga er­lenda stjórn­mála­menn, sem eru á ein­um tíma­punkti eða öðrum að taka þátt í stjórn­mála­líf­inu og í kosn­inga­bar­áttu.“

Ætlar ekki að skipta sér af for­seta­kosn­ing­un­um

Þá sagðist for­set­inn ekki hafa neinn hug á að skipta sér af for­seta­kosn­ing­un­um sem fram fara í Frakklandi í næsta mánuði. „Við erum vita­skuld meðvitaðir um að kosn­inga­bar­átt­an er í full­um gangi í Frakklandi,“ sagði Pútín.

„Því fer hins veg­ar fjarri að við séum að reyna að hafa áhrif á hvað ger­ist, en við áskilj­um okk­ur rétt til að vera í sam­bandi við full­trúa allra stjórn­mála­afla þess lands.“

Er þetta í fyrsta skipti sem þau Le Pen og Pútín funda sam­an og seg­ir In­terfax frétta­stof­an Pútín hafa sagt Le Pen að hún stæði fyr­ir „hraða þróun á evr­ópska stjórn­málaskal­an­um.“ Ekki hafði verið til­kynnt um fund­inn áður en þau Le Pen og Pútín hitt­ust.

Fyrr í dag fundaði Le Pen með þing­for­set­an­um Vyacheslav Volod­in og hvatti hún þá til auk­ins sam­starfs við Rússa í bar­átt­unni gegn hryðju­verk­um að sögn frétta­vefjar BBC, sem og að viðskipta­banni Vest­ur­velda gegn Rúss­um vegna inn­limun­ar á Krímskaga yrði aflétt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert