Trump dró frumvarpið til baka

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði eftir því að frumvarp hans vegna heilbrigðistrygginga yrði dregið til baka, skömmu áður en atkvæðagreiðsla um það átti að hefjast á bandaríska þinginu.

Þetta er mikil ósigur fyrir Trump.

„Forseti fulltrúadeildarinnar [Paul Ryan] talaði við forsetann klukkan þrjú í dag og forsetinn bað hann um að draga frumvarpið til baka,“ sagði aðstoðarmaður innan Bandaríkjastjórnar við AFP-fréttastofuna.

Trump ætlar að gefa út yfirlýsingu frá Hvíta húsinu þar sem hann mun greina betur frá ákvörðun sinni. 

Forsetinn hafði sett fulltrúum Repúblikana í fulltrúadeild þingsins afarkosti vegna frumvarpsins en það bar ekki árangur. Ekki var einhugur innan hans eigin flokks um að samþykkja frumvarpið.

Trump tók mikla áhættu með atkvæðagreiðslunni en hann hreykti sér af því í kosningabaráttunni að vera öflugur samningamaður.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert