Trump setur þingmönnum afarkosti

Fjöldi safnaðist saman í Los Angeles í gær til að …
Fjöldi safnaðist saman í Los Angeles í gær til að mótmæla atlögu repúblikana að Obamacare. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett þingmönnum Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild þingsins afarkosti; annað hvort greiða þeir atkvæði með tillögum hans um breytingar á heilbrigðiskerfinu í dag eða hann fellur frá tilraunum til úrbóta og fer að einbeita sér að öðrum forgangsverkefnum.

Frá þessu greinir Washington Post en forsetinn er sagður hafa komið því til skila í gærkvöldi, í gegnum aðstoðarmenn sína, að samningaviðræðum hans við þingmenn Repúblikanaflokksins væri lokið.

Forsetinn þykir með þessu taka umtalsverða áhættu, þar sem hann hreykti sér af því í kosningabaráttunni að vera hættulegur við samningaborðið og til þess bær að landa góðum „díl“ fyrir Bandaríkjamenn.

Ef frumvarp Trump, sem beinist fyrst og fremst gegn Obamacare, verður fellt verður það gríðarlegur ósigur enda um að ræða fyrsta stóra löggjöfin sem forsetinn reynir að koma í gegnum þingið. Þá kann það að stofna öðrum fyrirætlunum forsetans hvað varðar skattkerfið og innviðauppbygginu í hættu.

Vegna hótunar Trump mun ósigur einnig þýða að Obamacare, sem repúblikanar hafa barist hatrammlega gegn í sjö ár, verður við lýði um ókomin ár.

Það er langt í frá ljóst hvort Trump og Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinanr, hafi þau atkvæði sem þarf til að klára verkið. Að loknum fundum í gær sagðist hópur repúblikana styðja frumvarpið en fleiri sögðust á móti því eða óákveðnir.

Deilur standa um hversu langt á að ganga en fjárlagaskrifstofa þingsins hefur reiknað út að ef frumvarpið nær fram að ganga í núverandi mynd verði 24 milljónir Bandaríkjamanna án sjúkratryggingar árið 2026.

Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússin, sagði á Fox News í gær að forsetinn væri þess fullviss að hann myndi hafa sigur í dag.

Ítarlega frétt um málið má finna hjá Washington Post.

Fjöldi safnaðist saman í Los Angeles í gær til að …
Fjöldi safnaðist saman í Los Angeles í gær til að mótmæla atlögu repúblikana að Obamacare. AFP
Það er mikið undir fyrir Donald Trump og Paul Ryan.
Það er mikið undir fyrir Donald Trump og Paul Ryan. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert