Undirrituðu nýjan Rómarsáttmála

Donald Tusk flytur ræðu sína í morgun.
Donald Tusk flytur ræðu sína í morgun. AFP

Leiðtog­ar 27 ríkja inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins hafa skrifað und­ir nýj­an Róm­arsátta­mála í til­efni þess að 60 ár eru liðin síðan sam­bandið var stofnað.

Í sátt­mál­an­um end­ur­nýja leiðtog­arn­ir skuld­bind­ing­ar sín­ar um sam­eig­in­lega framtíð inn­an sam­bands­ins.

Sex ára­tug­ir eru liðnir síðan fyrri Róm­arsátt­mál­inn var gerður sem markaði upp­haf Evr­ópu­sam­bands­ins.

Leiðtog­arn­ir eru stadd­ir í Róm þar sem hátíðar­höld fara fram vegna af­mæl­is­ins.

Vanda­mál hafa steðjað að ESB, þar á meðal vegna brott­hvarfs Breta úr sam­band­inu.

„Í dag skuluð þið sanna að þið séuð leiðtog­ar Evr­ópu og að þið getið haldið utan um þessa miklu arf­leið sem við feng­um frá hetj­um okk­ar í tengsl­um við samruna Evr­ópu fyr­ir 60 árum,“ sagði Don­ald Tusk, for­seti leiðtogaráðs Evr­ópu­sam­bands­ins.

„Sem póli­tísk ein­ing þarf Evr­ópa að standa sam­an. Ann­ars get­ur hún ekki verið til staðar.“

Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, Angela …
Joseph Muscat, for­sæt­is­ráðherra Möltu, Don­ald Tusk, for­seti leiðtogaráðs ESB, Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, og Paolo Gentiloni, for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert