Leiðtogar 27 ríkja innan Evrópusambandsins hafa skrifað undir nýjan Rómarsáttamála í tilefni þess að 60 ár eru liðin síðan sambandið var stofnað.
Í sáttmálanum endurnýja leiðtogarnir skuldbindingar sínar um sameiginlega framtíð innan sambandsins.
Sex áratugir eru liðnir síðan fyrri Rómarsáttmálinn var gerður sem markaði upphaf Evrópusambandsins.
Leiðtogarnir eru staddir í Róm þar sem hátíðarhöld fara fram vegna afmælisins.
Today we celebrate the Treaties of Rome and 60 years of peace in the EU. Watch my speech LIVE in Rome: https://t.co/lwaJvibaDR #EU60 pic.twitter.com/E0keRcGfZO
— Donald Tusk (@eucopresident) March 25, 2017
Vandamál hafa steðjað að ESB, þar á meðal vegna brotthvarfs Breta úr sambandinu.
„Í dag skuluð þið sanna að þið séuð leiðtogar Evrópu og að þið getið haldið utan um þessa miklu arfleið sem við fengum frá hetjum okkar í tengslum við samruna Evrópu fyrir 60 árum,“ sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins.
„Sem pólitísk eining þarf Evrópa að standa saman. Annars getur hún ekki verið til staðar.“