Segja börnum borgað fyrir að mótmæla

00:00
00:00

Yf­ir­völd í Rússlandi full­yrða að börn­um hafi verið borgað fyr­ir að taka þátt í mót­mæl­um gegn spill­ingu í land­inu. Meira en þúsund manns voru hand­tekn­ir vegna mót­mæl­anna í gær. 

Yf­ir­völd segj­ast líta á mót­mæl­in sem ögr­un. 

„Það sem við sáum á nokkr­um stöðum í gær, aðallega í Moskvu, er ögr­un og lygi,“ seg­ir Dimitri Peskov, talsmaður rík­is­stjórn­ar Vla­dimírs Pút­ins Rúss­lands­for­seta. 

Hann full­yrðir að börn­um hafi verið boðin fjár­hags­leg umb­un fyr­ir að taka þátt í mót­mæl­un­um.

Al­ex­ei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar, var meðal þeirra sem hand­tek­inn var við mót­mæl­in í Moskvu í gær. Hann var leidd­ur fyr­ir dóm­ara í morg­un. 

Tug­ir þúsunda mót­mæltu í Rússlandi í gær í kjöl­far ásak­ana Navalní um spill­ingu for­sæt­is­ráðherr­ans Dimtrís Med­vedev.

Navalní á yfir höfði sér ákæru fyr­ir að skipu­leggja ólög­leg mót­mæli. Hann gæti þurft að sæta varðhaldi í fimmtán daga. 

Óeirðalögreglan tók hart á mótmælendum í miðborg Moskvu í gær.
Óeirðalög­regl­an tók hart á mót­mæl­end­um í miðborg Moskvu í gær. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert