Segja börnum borgað fyrir að mótmæla

Yfirvöld í Rússlandi fullyrða að börnum hafi verið borgað fyrir að taka þátt í mótmælum gegn spillingu í landinu. Meira en þúsund manns voru handteknir vegna mótmælanna í gær. 

Yfirvöld segjast líta á mótmælin sem ögrun. 

„Það sem við sáum á nokkrum stöðum í gær, aðallega í Moskvu, er ögrun og lygi,“ segir Dimitri Peskov, talsmaður ríkisstjórnar Vladimírs Pútins Rússlandsforseta. 

Hann fullyrðir að börnum hafi verið boðin fjárhagsleg umbun fyrir að taka þátt í mótmælunum.

Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, var meðal þeirra sem handtekinn var við mótmælin í Moskvu í gær. Hann var leiddur fyrir dómara í morgun. 

Tugir þúsunda mótmæltu í Rússlandi í gær í kjölfar ásakana Navalní um spillingu forsætisráðherrans Dimtrís Medvedev.

Navalní á yfir höfði sér ákæru fyrir að skipuleggja ólögleg mótmæli. Hann gæti þurft að sæta varðhaldi í fimmtán daga. 

Óeirðalögreglan tók hart á mótmælendum í miðborg Moskvu í gær.
Óeirðalögreglan tók hart á mótmælendum í miðborg Moskvu í gær. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert