Tengdasonur Trump ráðinn í Hvíta húsið

Donald Trump og Jared Kushner á fundi.
Donald Trump og Jared Kushner á fundi. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðið tengdasyni sínum Jared Kushner að fara fyrir nýrri skrifstofu í Hvíta húsinu sem hefur það hlutverk að safna hugmyndir frá viðskiptalífinu um hvernig megi straumlínulaga ríkisstjórnina. Þetta kemur fram í frétt Washington Post.

Þessi nýsköpunarskrifstofa verður kynnt til sögunnar í dag, samkvæmt fréttinni. Mun hún hafa það hlutverk að gera breytingar á skrifræði stjórnvalda og útfæra kosningaloforð Trumps, m.a. hvað varðar breytingar á umönnun hermanna á eftirlaunum og baráttuna gegn ópíumfíkn.

„Ég lofaði bandarískum almenningi að ég myndi finna lausnir,“ er haft eftir Trump í fréttinni.

Skrifstofan verður nokkurs konar sérsveit skipuð fólki úr einkageiranum sem á að koma með nýjar hugmyndir um rekstur og útfærslur.

Kushner segir í samtali við The Post að reka eigi ríkisstjórnina eins og bandarískt fyrirtæki. Hann segist vona að hægt verði að ná fram árangri og afköstum fyrir „kúnnana, sem eru borgararnir.“

Kushner er 37 ára og hefur frá því að Trump tók við völdum starfað sem ráðgjafi tengdaföður síns. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert