Fær ekki að vera með einkanúmerið „GRABHER“

Þetta einkanúmer gengur ekki að mati yfirvalda í Nova Scotia.
Þetta einkanúmer gengur ekki að mati yfirvalda í Nova Scotia. Skjáskot af Twitter

Yf­ir­völd í Nova Scotia í Kan­ada hafa innkallað 25 ára gamla einka­bíl­núm­era­plötu þar sem hún er tal­in geta valdið mis­skiln­ingi.

Eig­andi plöt­unn­ar fékk bréf frá bif­reiðaskrán­ing­ar­yf­ir­völd­um í Nova Scotia á síðasta ári þar sem hon­um var til­kynnt að núm­eraplat­an yrði inn­kölluð en hún skart­ar eft­ir­nafni hans,  Gra­bher. Í bréf­inu er út­skýrður sá mögu­leiki á að fólk myndi mis­skilja plöt­una og halda að hún væri að senda frá sér „óá­sætt­an­leg“ skila­boð.

Hægt er að túlka Gra­bher sem „Grab her“ eða „hrifsaðu hana“ en að sögn Lorne Gra­bher, nú­ver­andi eig­anda núm­era­plöt­unn­ar hef­ur hún verið í eigu fjöl­skyldu hans í 25 ár án vand­ræða.

Frétta­stof­an CBC hafði sam­band við stofn­un­ina í Nova Scotia sem sagði að kvört­un hafi borist vegna einka­núm­ers­ins og að fólk hafi túlkað plöt­una sem tákn kven­hat­urs sem væri að hvetja til of­beld­is gegn kon­um. Þar af leiðandi var ákveðið að innkalla plöt­una.

Gra­bher, sem vakti at­hygli á mál­inu á Face­book er ekki sátt­ur.

„Það hef­ur aldrei neinn komið að mér og sagst vera móðgaðir yfir plöt­unni,“ sagði hann í sam­tali við CBC. Sagði hann fólk stund­um spyrja út í plöt­una og hvort að um eft­ir­nafn hans væri að ræða. „Ég hef svarað því ját­andi og þá hef­ur fólk yf­ir­leitt bara aðeins hlegið og ekki sagt neitt meira.“

Frétt Tel­egraph.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert