Ætlaði að ganga til liðs við Ríki íslams

Danska lögreglan að störfum í Kaupmannahöfn.
Danska lögreglan að störfum í Kaupmannahöfn. AFP

Ung dönsk kona sit­ur í gæslu­v­arðhaldi í Kaup­manna­höfn fyr­ir að hafa ætlað að ferðast til Sýr­lands og ganga til liðs við hryðju­verka­sam­tök­in Ríki íslams. Tveir fé­lag­ar henn­ar, 18 og 19 ára, eru einnig í haldi. 

Sam­kvæmt frétt danska rík­is­út­varps­ins er þetta í fyrsta skipti sem dönsk kona er fang­elsuð fyr­ir að hafa ætlað að ganga til liðs við hryðju­verka­sam­tök en hún var úr­sk­urðuð í fjög­urra vikna gæslu­v­arðhald á laug­ar­dag­inn. Ekki eru veitt­ar upp­lýs­ing­ar um hvað kem­ur fram í úr­sk­urðinum þar sem hann verður ekki birt­ur.

Kon­an er úr vest­ur­hluta Kaup­manna­hafn­ar og er ekki gefið upp hversu göm­ul hún er. Hins veg­ar herma heim­ild­ir DR að hún hafi verið hand­tek­in ásamt 18 og 19 ára mönn­um í Tyrklandi fyrr í mánuðinum þar sem þau ætluðu sér að fara til Sýr­lands. Þeir voru úr­sk­urðaðir í fjög­urra vikna gæslu­v­arðhald í gær. 

Í fyrra var átján ára kona hand­tek­in fyr­ir að hafa ætlað sér að ganga til liðs við hryðju­verka­sam­tök­in en hún var ekki fang­elsuð. 

Um það bil þriðjung­ur þeirra Dana sem hef­ur farið til Sýr­lands eða Íraks til þess að berj­ast með Ríki íslams kon­ur. Frá ár­inu 2012 hef­ur danska ör­ygg­is­lög­regl­an, PET, fengið upp­lýs­ing­ar um 145 Dani sem hafa farið til Íraks eða Sýr­lands til þess að berj­ast með Ríki íslams.

Frétt DR

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert