Fimm milljóna múrinn rofinn

Maður flýr af vettvangi loftárásar í Damaskus með tvö slösuð …
Maður flýr af vettvangi loftárásar í Damaskus með tvö slösuð börn. Mannfallið í stríðinu í Sýrlandi jafnast nú á við alla íslensku þjóðina. AFP

Fjöldi þeirra sem flúið hafa styrj­ald­ar­ástandið í Sýr­landi er nú kom­inn yfir fimm millj­ón­ir. Þetta til­kynntu Sam­einuðu þjóðirn­ar í dag.

„Fjöldi karla, kvenna og barna sem hafa flúið síðustu sex ár und­an stríðinu í Sýr­landi er kom­inn yfir fimm millj­óna múr­inn. Alþjóðasam­fé­lagið þarf að gera meira til að hjálpa þeim,“ stend­ur í yf­ir­lýs­ingu frá Flótta­manna­hjálp Sam­einuðu þjóðanna.  

Mann­rétt­inda­sam­tök og stofn­an­ir telja að í það minnsta 320 þúsund manns hafi fallið í átök­un­um í land­inu, þar af um 96 þúsund óbreytt­ir borg­ar­ar.

Meira en helm­ing­ur þjóðar­inn­ar hef­ur yf­ir­gefið heim­ili sín og 13,5 millj­ón­ir þarfn­ast mannúðaraðstoðar.

Á síðustu mánuðum hef­ur mann­fall verið gríðarlegt í röðum upp­reisn­ar­manna. Þó er ekki komið að þeim tíma­punkti að for­seti lands­ins hafi lýst yfir sigri.

Tyrk­ir draga sig til baka

Í dag fjall­ar BBC ít­ar­lega um stríðið í Sýr­landi, sög­una og nýj­ustu vend­ing­ar. Þar kem­ur m.a. fram að Tyrk­ir hafi ákveðið að hætta hernaði sín­um gegn víga­mönn­um Rík­is íslams á landa­mær­um Tyrk­lands og Sýr­lands. Þar hafa Tyrk­ir var­ist upp­gangi hryðju­verka­sam­tak­anna í sjö mánuði. Hernaður þeirra beind­ist einnig gegn aðskilnaðar­sinn­um Kúrda sem Tyrk­ir hafa viljað stöðva í að helga sér stærra svæði í norður­hluta Sýr­lands. Það sem stjórn­völd í Tyrklandi ótt­ast er að hóp­arn­ir kyndi und­ir átök­um í suðaust­ur­hluta Tyrk­lands. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka