Pútín vill hitta Trump í Helsinki

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP

Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, lýsti því yfir við fjöl­miðla í dag að hann væri reiðubú­inn að hitta Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta á fundi ríkja á Norður­slóðum í Hels­inki h-fuðborg Finn­lands í maí. Pútín er nú stadd­ur á Norður­slóðaráðstefnu í borg­inni Ark­hang­elsk í Rússlandi.

Rúss­lands­for­seti vísaði því einnig á bug að hafa haft af­skipti af for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um á síðasta ári. Þá sagði hann að viðskiptaþving­an­ir gegn Rússlandi bitnuðu einni á Evr­ópu­ríkj­um og Banda­ríkj­un­um.

Trump hef­ur lýst yfir vilja sínu til þess að bæta sam­skipt­in við stjórn­völd í Rússlandi en hann hef­ur átt und­ir högg að sækja heima fyr­ir vegna ásak­ana um tengsl við rúss­neska ráðamenn á meðan á kosn­inga­bar­áttu hans stóð.

Breska rík­is­út­varpið BBC grein­ir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert