Trump fór án þess að skrifa undir

Donald Trump gekk út án þess að skrifa undir.
Donald Trump gekk út án þess að skrifa undir. Skjáskot YouTube

Mynd­skeið af því þegar Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti gekk út af for­seta­skrif­stof­unni án þess að skrifa und­ir tvær til­skip­an­ir hef­ur verið birt víða á net­inu í gær og í dag. 

Frétta­menn voru mætt­ir á skrif­stof­una til að verða vitni að því er Trump myndi skrifa und­ir tvær for­seta­til­skip­an­ir er varða viðskipti við út­lönd. Er for­set­inn mætti spurðu frétta­menn­irn­ir hann út í þá þær frétt­ir að fyrr­ver­andi þjóðarör­ygg­is­ráðgjafi hans, Michael Flynn, ætli að gefa vitn­is­b­urð um af­skipti Rússa af for­seta­kosn­ing­un­um í fyrra, gegn friðhelgi. 

Trump lét spurn­ing­arn­ar sem vind um eyru þjóta. Sneri svo við og gekk út. 

Sú ákvörðun virt­ist koma rá­gjöf­um hans á óvart. Það var svo vara­for­set­inn Mike Pence sem sótti möpp­urn­ar með til­skip­un­un­um af borði for­set­ans og elti hann út. Í frétt CNN seg­ir að Trump hafi síðar skrifað und­ir til­skip­an­irn­ar en það hafi verið gert bak við lukt­ar dyr.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert