Bandaríkin leysa vandann

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni „leysa“ kjarnorkuvána af hálfu Norður-Kóreu hvort heldur sem Kínverjar veiti þar aðstoð eða ekki.

„Ef Kína leysir ekki Norður-Kóreu munum við gera það. Það er það eina sem ég ætla að segja ykkur,“ segir Trump í viðtali við Financial Times. Spurður hvort hann telji að hann ráði einn við þennan vanda svarar Trump því til með einu orði: Algerlega.

Trump mun síðar í vikunni taka á móti Xi Jinping, forseta Kína. Hann segir Kína hafa mikil áhrif yfir Norður-Kóreu og Kína muni annaðhvort ákveða að veita Bandaríkjamönnum aðstoð gagnvart Norður-Kóreu eða ekki. Ef þeir veiti aðstoðina þá muni það reynast Kína heilladrjúgt en ef ekki þá verður það óheillaspor fyrir alla. 

Bandaríkjaforseti var spurður af blaðamanni FT hvað hann meini með þessu, það er aðgerðum einn á móti einum, neitaði Trump að svara og sagðist ekki hafa meira um þetta mál að segja. 

BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert