Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að fjarlægja einn helsta ráðgjafa sinn, Steve Bannon, úr þjóðaröryggisráðinu, þykir mikill sigur fyrir nýskipaðan þjóðaröryggisráðgjafa hans, H.R. McMaster.
Orðsending forsetaembættisins, sem dagsett er í gær, fjarlægði Bannon úr ráðinu, en hann er af mörgum talinn helsta tenging Hvíta hússins við þjóðernissinnaða hægrimenn.
Þá fólst einnig í orðsendingunni að formaður herforingjaráðsins og forstjóri njósnamála fái aftur sæti sín í ráði sínu.
En þó að breytingin sé líkast til töluverður sigur fyrir McMaster á enn eftir að koma í ljós hversu mikil áhrif hún hefur.
Heimildarmaður The Guardian úr herbúðum McMaster, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir að flutningur Bannon úr ráðinu hafi verið í forgangi hjá þjóðaröryggisráðgjafanum nýja og jafnvel fleirum, þar á meðal varnarmálaráðherranum James Mattis.