Sigur fyrir þjóðaröryggisráðgjafann

H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna.
H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. AFP

Ákvörðun Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta um að fjar­lægja einn helsta ráðgjafa sinn, Steve Bannon, úr þjóðarör­ygg­is­ráðinu, þykir mik­ill sig­ur fyr­ir ný­skipaðan þjóðarör­ygg­is­ráðgjafa hans, H.R. McMa­ster.

Orðsend­ing for­seta­embætt­is­ins, sem dag­sett er í gær, fjar­lægði Bannon úr ráðinu, en hann er af mörg­um tal­inn helsta teng­ing Hvíta húss­ins við þjóðern­is­sinnaða hægri­menn.

Þá fólst einnig í orðsend­ing­unni að formaður her­for­ingj­aráðsins og for­stjóri njósna­mála fái aft­ur sæti sín í ráði sínu.

En þó að breyt­ing­in sé lík­ast til tölu­verður sig­ur fyr­ir McMa­ster á enn eft­ir að koma í ljós hversu mik­il áhrif hún hef­ur.

Heim­ild­armaður The Guar­di­an úr her­búðum McMa­ster, sem ekki vill láta nafns síns getið, seg­ir að flutn­ing­ur Bannon úr ráðinu hafi verið í for­gangi hjá þjóðarör­ygg­is­ráðgjaf­an­um nýja og jafn­vel fleir­um, þar á meðal varn­ar­málaráðherr­an­um James Matt­is.

Ítar­leg um­fjöll­un Guar­di­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert