„Þegar þú drepur saklaus börn“

00:00
00:00

Mynd­ir af  Abd­ul Hamid Youss­ef með börn sín, tví­bur­ana Ah­med og Aiya, læt­ur eng­an ósnort­in. Ekk­ert frek­ar en mynd­ir af öðrum börn­um sem köfnuðu í efna­vopna­árás Sýr­lands­hers á bæ­inn Khan Sheik­hun í Idlib-héraði á þriðju­dags­morg­un. Don­ald Trump hót­ar ein­hliða aðgerðum Banda­ríkj­anna í Sýr­landi. 

Varað er við mynd­efni sem fylg­ir þess­ari frétt

Abd­ul Hamid Youss­ef seg­ir að heim­ur­inn verði að fá upp­lýs­ing­ar um ástandið í heima­bæ hans og hef­ur veitt fjöl­miðlum leyfi til þess að birta mynd­ir af hon­um með litlu tví­bur­ana sem báðir lét­ust í árás­inni. Ekki bara þau því 20 úr fjöl­skyldu Youss­ef lét­ust, þar á meðal eig­in­kona hans.

Abdul Hamid Youssef með börnin sín, tvíburana Ahmed og Aiya.
Abd­ul Hamid Youss­ef með börn­in sín, tví­bur­ana Ah­med og Aiya.

Ahmad og Aya voru níu mánaða göm­ul þegar þau lét­ust ásamt móður sinni, Dalal, og 16 öðrum ætt­ingj­um. Þau hvíla nú í ómerktri fjölda­gröf.

„Ég gat ekki bjargað þeim“

Youss­ef, sem er 29 ára gam­all, er versl­un­ar­maður og var far­inn til vinnu þegar loft­árás­irn­ar hóf­ust um 6.30 á þriðju­dags­morg­un. Þegar eig­in­kona hans hringdi í hann og lét hann vita hvað hafði gerst flýtti hann sér heim. Allt virt­ist vera í lagi en í ör­ygg­is­skyni fór hann með fjöl­skyldu sína niður í kjall­ara húss í ná­grenn­inu ef gerðar yrðu frek­ari loft­árás­ir. En klukku­tíma síðar byrjuðu ein­kenn­in að koma fram. 

„Fjöl­skyld­an beið öll þarna niðri og við vor­um ör­ugg en síðan fóru þau af kafna,“ seg­ir frændi Youss­ef, Alaa í sam­tali við Tel­egraph.

„Tví­bur­arn­ir fóru allt í einu að hrist­ast og skjálfa og áttu í önd­un­ar­erfiðleik­um. Síðan horfði hann á eit­ur­efn­in ná tök­um á eig­in­konu sinni, síðan var það bróðir hans, frænk­ur og frænd­ur,“ seg­ir Alaa.

„All­ir lét­ust niðri í kjall­ar­an­um - það gafst ekki tími til að koma þeim á sjúkra­hús,“ bæt­ir hann við. Hann seg­ir að Youss­ef hafi end­ur­tekið í sí­fellu: „Ég gat ekki bjargað neinu þeirra, ég gat ekki bjargað þeim.“

Ahmad og Aya voru níu mánaða gömul þegar þau létust …
Ahmad og Aya voru níu mánaða göm­ul þegar þau lét­ust ásamt móður sinni, Dalal.

Hrylli­leg árás­in snert­ir hjörtu flestra og einn þeirra er Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna. Hann hef­ur breytt um skoðun á mál­efn­um Sýr­lands en árið 2013 var hann einn helsti and­stæðing­ur þess að Banda­rík­in myndu grípa inn eft­ir efna­vopna­árás Sýr­lands­hers. 

Viðhorf Trump hef­ur breyst

Þegar Trump tók við embætti for­seta hét hann því að bæta sam­band Banda­ríkj­anna við helsta banda­mann Bash­ar Hafez al-Assad Sýr­lands­for­seta, Vla­dimír Pútín, for­seta Rúss­lands. En nú hafa for­send­ur þess breyst og seg­ir Trump árás­ina á Khan Sheik­hun blett á mann­kyn­inu. Að minnsta kosti 86 lét­ust í árás­inni og tug­ir liggja þungt haldn­ir eft­ir árás­ina.

Börn sem létust í árásinni borin til grafar.
Börn sem lét­ust í árás­inni bor­in til graf­ar. AFP

Í gær voru birt­ar mynd­ir af börn­um þar sem þau sjást sár­kval­in, froðan vell­ur út úr munn­vik­um þeirra og krampakipp­ir fara um lík­ama þeirra allt þangað til þau kafna.Trump lýsti því yfir eft­ir að hafa séð mynd­irn­ar að árás­ir sem þess­ar verði ekki liðnar. Viðhorf hans til stríðsins í Sýr­landi hefði breyst eft­ir efna­vopna­árás­ina á þriðju­dag enda hafi hún farið út fyr­ir öll mörk.

Heilu fjölskyldunnar þurrkuðust út í árásinni.
Heilu fjöl­skyld­unn­ar þurrkuðust út í árás­inni. AFP

„Þegar þú drep­ur sak­laus börn, sak­laus börn, korna­börn... þá fer það út fyr­ir öll mörk,“ var­ar Trump við. Hann seg­ir að það hafi þegar gerst og viðhorf hans til Sýr­lands og Assad hafi breyst mjög mikið. Enda sé verið að tala um eitt­hvað allt annað núna. 

Trump fór ekki nán­ar út í viðbrögð banda­rískra yf­ir­valda og til hvaða aðgerða verði gripið en hingað til hef­ur hann verið and­stæðing­ur þess að Banda­rík­in hæfu hernað í Sýr­landi.

Sýr­lands­stjórn ber ábyrgð

Full­trúi Banda­ríkj­anna í ör­ygg­is­ráði Sam­einuðu þjóðanna, Nikki Haley, var­ar við því að ekki sé úti­lokað að Banda­rík­in fari í ein­hliða aðgerðir gegn sýr­lensk­um yf­ir­völd­um og ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, Rex Til­ler­son, hvet­ur Rússa til þess að end­ur­skoða stuðning sinn við Assad. „Það er eng­inn vafi í mín­um huga um að sýr­lensk yf­ir­völd und­ir stjórn Bash­ar al-Assad beri ábyrgð á þess­ari hrylli­legu árás,“ seg­ir Til­ler­son.

Fulltrúi Bandaríkjanna í öryggisráðinu, Nikki Haley, sést hér með mynd …
Full­trúi Banda­ríkj­anna í ör­ygg­is­ráðinu, Nikki Haley, sést hér með mynd af fórn­ar­lambi árás­ar­inn­ar þar sem hún flyt­ur ræðu í ráðinu. AFP

Til­ler­son fer til Moskvu í næstu viku til viðræna við stjórn­völd þar í landi og er ljóst að þær viðræður verða und­ir skugga at­b­urðanna í Khan Sheik­hun.

Rúss­nesk yf­ir­völd hafa staðið fast á stuðningi sín­um við Sýr­lands­stjórn og í gær héldu þau því fram að loft­árás­ir Sýr­lands­hers hefðu hæft vöru­hús hryðju­verka­manna en þar hafi verið geymd efna­vopn.Haley gef­ur lítið fyr­ir þess­ar skýr­ing­ar og á fundi ör­ygg­is­ráðsins í New York í gær sagði hún að rúss­nesk yf­ir­völd end­ur­taki aft­ur og aft­ur lygi sína til þess að verja og beina at­hygl­inni frá banda­mönn­um þeirra í Dam­askus. 

AFP

Get­um ekki staðið hjá

Þegar hún er spurð að því hvort Banda­rík­in grípi til ein­hliða aðgerða líkt og Trump ýjar sagði hún: „Þegar Sam­einuðu þjóðirn­ar ít­rekað standa ekki við skuld­bind­ing­ar sín­ar þá geta komið upp þær aðstæður að við get­um ekki staðið hjá og verðum að grípa sjálf til aðgerða.“

Líkt og áður neit­ar rík­is­stjórn Sýr­lands að hafa gert efna­vopna­árás á bæ­inn íIdlib-héraði en þangað voru marg­ir íbú­ar Al­eppo flutt­ir eft­ir að sam­komu­lag náðist um upp­gjöf upp­reisn­ar­manna í aust­ur­hluta borg­ar­inn­ar. 

Sýnum safnað í Khan Sheikhun.
Sýn­um safnað í Khan Sheik­hun. AFP

Bæði Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in (WHO) og sam­tök­in Lækn­ar án landa­mæra (MSF) segja að fórn­ar­lömb árás­ar­inn­ar beri merki þess að hafa orðið fyr­ir eitrun með taugagasi, lík­lega sa­rín.

Tel­egraph

BBC

Guar­di­an

New York Times

CNN

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert