9 ára í mál við stjórnvöld vegna aðgerðarleysis

Indverskar konur ganga í gegnum mengunarský á leið sinni til …
Indverskar konur ganga í gegnum mengunarský á leið sinni til Jama Masjid moskunnar í Dehli. AFP

Hin níu ára gam­al Ridhima Pand­ey, hef­ur höfðað mál gegn stjórn­völd­um á Indlandi fyr­ir aðgerðal­eysi í lofts­lags­mál­um. Í máls­höfðun­inn, sem lögð var fyr­ir um­hverf­is­vernd­ar­dóm­stól Ind­lands, var­ar hún við því að unga kyn­slóðin muni gjalda fyr­ir aðgerðarleysi stjórn­valda, sem hafi látið hjá líða að virka um­hverfs­vernd­ar­lög.

„Sem ung mann­eskja þá er Ridhima, hluti þessa hóps Ind­verja sem eru hvað viðkvæm­ast­ir fyr­ir lofts­lags­breyt­ing­um en sem fá ekki að taka þátt í ákv­arðana­ferl­inu,“ seg­ir í 52 blaðsíðna langri máls­höfðun­inni. Þar eru stjórn­völd hvatt til aðgerða „byggðum á vís­inda­grunni“ til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda og minnka þannig áhrif lofts­lags­breyt­inga.

„Rík­is­stjórn­in hef­ur ekki gripið til aðgerða til að virkja reglu­gerðir og draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda, sem eru að valda þess­um öfga­kenndu lofts­lagsaðstæðum. Þetta mun hafa áhrif á mig og kom­andi kyn­slóðir,“ sagði Ridhima í sam­tali við breska dag­blaðið In­depend­ent.

4 af 10 menguðustu borg­un­um eru á Indlandi

„Ind­land hef­ur mikla mögu­leika á að draga úr notk­un jarðefna­eldsneyt­is, en vegna aðgerðal­eys­is stjórn­valda þá snéri ég mér til um­hverf­is­vernd­ar­dóm­stóls­ins,“ sagði hún.

Ind­verska um­hverf­is­ráðuneyt­inu hef­ur verið gef­inn tveggja vikna frest­ur til að svara.

Fjór­ar af 10 menguðustu borg­um heims er að finna á Indlandi og rúm­ur helm­ing­ur allra dauðsfalla af völd­um loft­meng­un­ar sem urðu árið 2015 urðu á Indlandi og Kína sam­kvæmt ný­legri rann­sókn. En sam­kvæmt skýrslu sem Green­peace gaf út í janú­ar, þá má rekja dauða tæp­lega 1,2 millj­ón Ind­verja á ári til loft­meng­un­ar.

Um­hverf­is­ráðherra Ind­lands sagði skýrsl­una hins veg­ar vera ófull­komna og að ekki væri þar að finna nein­ar hald­bær­ar upp­lýs­ing­ar sem bentu á bein tengsl milli dauðsfall­anna og lofts­lags­meng­un­ar.

Ridhima er dótt­ir um­hverf­is­vernd­arsinna. „Hún er mjög meðvituð um lofts­lags­breyt­ing­arn­ar fyr­ir svo unga mann­eskju og hún hef­ur mikl­ar áhyggj­ur af því hvaða áhrif þær munu hafa á framtíð henn­ar,“ sagði Rah­ul Choudhary, lög­fræðing­ur­inn sem tal­ar máli henn­ar fyr­ir dóm­stóln­um.

„Hún vildi gera eitt­hvað sem hefði áhrif og við lögðum til að hún færi í mál við stjórn­völd.“

Ind­land er eitt þeirra ríkja sem und­ir­rituðu Par­ís­ar­sam­komu­lagið og hef­ur heitið því að árið 2030 muni að minnsta kosti 40% af raf­magn­inu sem lands­bú­ar nota verða fram­leitt án notk­un­ar jarðefna­eldsneyt­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert