„Við erum að fylgjast með þessum hörmulegu atburðum sem eru að eiga sér stað, en höfum ekki frekari upplýsingar en þær sem komið hafa fram í fjölmiðlum hérna,“ segir Estrid Brekkan, sendiherra Íslands í Stokkhólmi, í samtali við mbl.is.
„Við höfum reynt að ná í lögregluna til að fá meiri upplýsingar en það er mikið álag og við höfum ekki náð í neinn að svo stöddu.
Fyrst og fremst hvetjum við alla til að láta vita af sér, og halda sig frá miðbænum og þessu svæði. Reyndar er annað svæði, vestan miðborgarinnar, á Kungsholmen, sem lögreglan hefur líka hvatt fólk til að halda sig frá.“
Estrid tekur fram að upplýsingar séu færðar á Facebook-vef sendiráðsins, jafnóðum og þær berast.